Námskeið í garnlitun

Hrund Pálmadóttir og Guðrún Ólafsdóttir ætla að leiðbeina í litun garns á tveggja skipta námskeiði sem fer fram föstudagana 9. og 16. apríl milli klukkan 10:00-14:00

Nauðsynlegt er að skrá sig á þetta námskeið vegna fjöldatakmarkana og fer skráning fram í móttöku Ljóssins.

Við vekjum athygli á að prjónahópurinn fellur niður þessa tvo föstudaga.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.