Skert starfsemi í Ljósinu vegna Covid-19

Kæru vinir,

Vegna nýjustu aðgerða ríkisstjórnarinnar viljum við sýna ábyrgð, og skerðum því starfsemina.

Húsnæði Ljóssins verður opið með takmörkunum frá og með fimmtudeginum 25. mars og fram að páskum. Á það einnig við um tækjasal Ljóssins.

Það verður opið fyrir viðtöl, nudd og snyrtingu. Þeir sem eiga bókuð viðtöl hjá fagaðila halda sínum tíma, og hafa val um að koma í húsnæði Ljóssins eða nýta tæknina og taka viðtal í gegnum tölvuna. Allir hóptímar í báðum húsum falla niður og á það einnig við um tíma í tækjasal, en við munum bjóða upp á fræðslunámskeiðin í gegnum fjarfundarbúnað Zoom.

Okkur þykir þetta miður en verðum að huga að velferð allra þeirra sem eru hér í þjónustu.

Okkar fagfólk mun standa vaktina við símann. Hægt er að hringja til okkar á dagvinnutíma í síma 561-3770 og við hvetjum fólk til að gera það.

Fylgist með í pósthólfunum ykkar, á vefnum okkar og samfélagsmiðlum. 

Við hvetjum ykkur til að nota þjónustuna sem er í boði á heimasíðunni okkar https://ljosid.is/endurhaefing-heimafyrir/ ásamt facebook hópnum Ljósið heima.

Kærleikskveðja frá öllu starfsfólki og stjórn Ljóssins

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.