Starfið í Ljósinu í næstu vikurnar

Kæru vinir,

Endurhæfingin í Ljósinu heldur áfram en hertar reglur hafa þó örlítil áhrif.

Við viljum minna á handþvott og sprittnotkun í húsi. Þetta á bæði við þegar komið er í hús og reglulega í gegnum tímann sem varið er í húsi.

Grímur
Það er áfram grímuskylda í öllum rýmum Ljóssins.

Handverk
Handverkshópar halda áfram, en athugið að þörf er að skrá sig í allt handverk. Við vekjum sérstaklega athygli á garnlituninni næsta föstudag, þar eru enn sæti laus. Um er að ræða tveggja skipta námskeið og fer skráning fram í móttöku Ljóssins í síma 561-3770 eða með því að senda póst á netfangið mottaka@ljosid.is.

Líkamleg endurhæfing
Áfram er þörf á að bóka tíma í líkamlegri endurhæfingu.

Námskeið og fræðsla
Námskeiðin sem áttu að hefja göngu sína í húsi fara af stað á Zoom. Allir þátttakendur fá upplýsingar um framkvæmd í tölvupósti frá leiðbeinendum. Við minnum því á að alla þriðjudaga er í boði aðstoð fyrir þá sem þurfa að skerpa á kunnáttunni eða eru alveg nýjir í Zoom umhverfinu.

Matur
Hægt er að kaupa mat en einungis til að taka með sér. Vinsamlegast hringið í móttöku til að leggja inn ykkar pöntun.

Við minnum ykkur einnig á Facebook hópinn okkar Ljósið Heima. Ef þið eruð ekki þar inni endilega óskið eftir inngöngu.

Bestu kveðjur,
Starfsfólk Ljóssins

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.