Fréttir

16
maí
2017

Fræðslufyrirlestrar, mánudag í Ljósinu

Undanfarin vor hefur Ljósið staðið fyrir flottum fræðsufyrirlestrum og hafa þeir verið afar vel sóttir. Þetta árið er engin undanteknin og nú höfum við fengið til liðs við okkur öfluga einstaklinga sem verða með spennandi og fræðandi fyrirlestra. Fyrirlestrarnir fara fram í húsnæði Ljóssins við Langholtsveg 43. Dagskráin hefst kl. 17 og stendur til kl.20 og er sem hér segir.

Lesa meira

15
maí
2017

Útivist – Krefjandi ganga

Miðvikudaginn 17. maí  ætlum við að ganga strandlengjuna við Straumsvík. Hittumst í Ljósinu kl. 12.30 eða á bílastæðinu við burstabæinn Straum kl. 13.00. Við sleppum ekki kaffisopanum góða, mörg góð kaffihús í Hafnarfirði í boði eftir gönguna. Hlökkum til að sjá ykkur.

9
maí
2017

Skokkhópur Ljóssins fer vel af stað

Skokk- og hlaupahópur Ljóssins fer vel af stað þetta árið.   Þátttakendur eru fullir eldmóðs undir hvetjandi og styrkri stjórn Fjólu Drafnar sjúkraþjálfar og margreyndum maraþonhlaupara.  Reyndar hefur aðeins örlað á harðsperrum hjá skokkurunum, en það er ekkert til að gera veður útaf. Þeir sem vilja vera með í skokkinu eru boðnir hjartanlega velkomnir. Æfingar eru alla fimmtudaga frá kl.

Lesa meira

19
apr
2017

Fyrirlestur um kryddjurtaræktun

Nú þegar sumarið heldur loks innreið sína fara margir að gramsa í mold og gróðri og finna gjarnan frið og ró við þá iðju. Sumir eru reyndar löngu byrjaðir.  Þriðjudaginn 25. apríl kl. 14 fáum við góða heimsókn frá miklum kryddjurtagúru, en þá mun Auður Rafnsdóttir koma og halda fyrir okkur fyrirlestur um ýmislegt sem gott er að hafa í

Lesa meira

12
apr
2017

Gleðilega páska

Lokað verður í Ljósinu um páskahátíðina, þ.e frá og með fimmtudeginum 13. apríl til og með mánudagsins 17. apríl. Við opnum aftur þriðjudaginn 18. apríl kl. 8:30 og minnum á kynningarfund þann sama dag kl. 11. Við óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og vonum að þið njótið vel.

12
apr
2017

Aðalfundur Ljóssins

Aðalfundur Ljóssins verður haldinn fimmtudaginn 4. maí næstkomandi kl. 16:30 í húsnæði Ljóssins að Langholtsvegi 43. Venjuleg aðalfundarstörf. Kveðja, Stjórnin

11
apr
2017

Aftur af stað til vinnu eða náms – námskeið

Að fara aftur út á vinnumarkaðinn eða í nám eftir krabbameinsmeðferð getur verið hægara sagt en gert. Ljósið fer nú af stað með annað námskeið á þessari vorönn sem ber yfirskriftina ,,Aftur af stað til vinnu eða náms“.  Námskeiðið hefur reynst afar vel og komið er inn á fjölmarga þætti sem gott er að hafa í huga áður en lagt

Lesa meira

5
apr
2017

Nýtt aðstandenda námskeið fyrir 20+

Miðvikudaginn 26. apríl n.k byrjar annað námskeið fyrir aðstandendur 20 ára og eldri í Ljósinu á þessari vorönn. Á námskeiðinu er skapaður er vettvangur fyrir aðstandendur til að hittast og ræða um reynslu sína, áhyggjur og þá líðan sem fylgir því að eiga náinn ástvin sem greinst hefur með alvarlegan sjúkdóm. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 26. apríl kl. 16:30 í húsnæði

Lesa meira

30
mar
2017

Gefðu lífinu ljós – skemmtikvöld til styrktar Ljósinu

Þriðjudaginn 4. apríl næst komandi verður haldið skemmti- og styrktakvöld í Stúdentakjallaranum til styrktar Ljósinu og hefst kl. 20. Fimm nemendur í tómstunda og félagsmálafræði standa fyrir viðburðinum og hafa fengið til liðs við sig fjöldann allan af flottu listafólki. Meðal annars má nefna Milky whale, Herra Hnetusmjör, Ara Eldjárn, Öldu Dís og fleiri.   Enginn aðgangseyrir en styrktarbaukar og posar

Lesa meira

29
mar
2017

Höfðingleg gjöf í tengslum við meistararitgerð

Nú nýverið barst Ljósinu höfðingleg gjöf frá Ingibjörgu Halldórsdóttur í tengslum við nýútkomna meistaraprófsritgerð hennar. Ingbjörg ákvað að í stað gjafa í útskriftarhófi sínu að óska frekar eftir peningaframlögum og láta þá fjárhæð sem safnaðis renna til Ljóssins. Þessir peningar koma í afskaplega góðar þarfir hér í Ljósinu og þökkum við Ingibjörgu og gestum hennar innilega fyrir hlýhug og stuðning en alls

Lesa meira