Þriðjudagsfyrirlesturinn 27. febrúar – Ingvar Jónsson

Í alla vetur höfum við í Ljósinu verið svo lánsöm að fá til okkar fjölbreyttan hóp fyrirlesara og hafa umræðuefnin verið fjölmörg og fræðandi.  Næstkomandi þriðjudag, þann 27. febrúar mun Ingvar Jónsson, alþjóða markaðsfræðingur, markþjálfi og höfundur bókarinnar ,,Sigraður sjálfan þig“ koma og vera með okkur.

Ingvar þekkir á eigin skinni hvað það er að takast á við áskoranir, fara nýjar leiðir og að fá svigrúm og tækifæri til að skoða hlutina frá öðru sjónarhorni og hvað þarf til að komast upp úr djúpum hjólförum vanans.

Fyrirlesturinn verður í húsnæði Ljóssins við Langholtsveg 43 og hefst kl. 14.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.