Fluguhnýtingar í Ljósinu

Fluguhnýtingar hafa verið afar vinsælar hjá okkur í vetur og mörg skaðræðisvopnin orðið til hér á miðvikudögum. Þar sem senn líður að veiðisumri færast menn í aukana við að fylla á fluguboxin og tvo til þrjá næstu miðvikudaga eftir páska ætlum við að breyta örlítið út af vananum og fá góðan gest í heimsókn. Jón Ingi veiðugúrú í Vesturröst ætlar að koma og leiðbeina mönnum við fluguhnýtingar. Hér í Ljósinu eru til allar græjur til að byrja og komast af stað, en þeir sem eiga græjur geta komið með með sér.  Fluguhnýtingar eru eins og áður sagði á miðvikudögum á milli kl. 13-15 og þeir Ljósberar sem lengi hafa verið á leiðinni eru nú hvattir til að koma og kynna sér það sem um er að vera.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.