Þann 6. febrúar hefst nýtt námskeið fyrir fólk með langvinnt krabbamein. Aðalmarkmiðin með námskeiðinu eru að þátttakendur auki, jafnvægi sitt í daglegu lífi, starfsfærni, vellíðan og von. Á námskeiðinu gefst tækifæri til þess að hitta aðra í sömu sporum, fá fræðslu og stuðning við að þekkja eigin tilfinningar, hugsanir, efla sjálfsmyndina, draga úr þreytu, auka jafnvægi í daglegri iðju, styrkja
Námskeið fyrir börn, 6 -13 ára hefst í Ljósinu 2. febrúar nk. kl. 16:30 og stendur til kl. 18. Námskeiðið er fyrir börn og unglinga sem eiga það sameiginlegt að vera aðstandendur krabbameinsgreindra. Börnin fá tækifæri til að upplifa, skapa og tjá sig í gegnum leik og verkefni í öruggu og styðjandi umhverfi. Lögð er áhersla á að mæta þörfum hópsins og
Þriðjudaginn 31. janúar ætlar Gunnar L. Friðriksson, núvitundarkennarinn okkar vera með fyrirlestur um kosti þess að stunda núvitund. Rannsóknir sýna að iðkun á núvitund (mindfulness) geti aukið andlega og líkamlega vellíðan, bætt athygli, minni og einbeitingu. Jafnframt getur það hjálpað við að minnka stress, þunglyndi, kvíða og svefnvandamál og auðveldað okkur að takast á við ákoranir og verkefni í lífinu.
Miðvikudagur 25. janúar Við ætlum að ganga á Álftanesi þennan miðvikudag. Hittumst á bílaplaninu við Bessastaði og strandlengjan verður könnuð. Þaðan er ótrúlega fallegt útsýni til Reykjavíkur, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Hittumst hress í hlýjum vetrarfatnaði og með bros á vör annað hvort í Ljósinu kl. 12.30 eða við Bessastaði kl. 13.00. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Ljósið hefur um langt skeið haldið námskeið fyrir aðstandendur krabbameinsgreindra, 20 ára og uppúr. Á námskeiðinu er skapaður er vettvangur fyrir aðstandendur til að hittast og ræða um reynslu sína, áhyggjur og þá líðan sem fylgir því að eiga náinn ástvin sem greinist með alvarlegan sjúkdóm. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 25. janúar kl. 16:30 í húsnæði Ljóssins að Langholtsvegi 43. Frekari upplýsingar
Ungliðahópur Ljóssins, SKB og Krafts er ekkert að tvínóna við hlutina og nú þegar er dagskráin tilbúin fram á sumar. Hópurinn hittist á fimmtudögum og er á jafningjagrunni. Dagskrá Ungliðahóps Ljóssins, Krafts og SKB vorið 2017 12. janúar – Bíóferð –Great Wall 26. janúar – Fimleikar í Björk 9. febrúar – Sund & Matur 23. febrúar – Bingókvöld 9. mars
Við í Ljósinu leitumst sífellt við að bæta þjónustu okkar við krabbameinsgreinda og koma til móts við þær þarfir sem við finnum að okkar fólk vill uppfylla. Í því ljósi munum við nú bjóða upp á þjónustu í tengslum við hárkollur og höfuðföt. Sigrún Marinósdóttir hárgreiðslumeistari verður á staðnum á mánudögum frá kl. 13-14:30 og aðstoðar við val á hárkollum, mátun
Markmið með námskeiðum í Ljósinu. Markmiðið er að fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra fái fræðslu, umræður og stuðning til að takast á við breytt lífsskylirði í kjölfar veikinda. Unnið er markvisst að því að efla lífgæðin í öruggu og styðjandi umhverfi. Stór hópur fagaðila koma að námskeiðunum. Skráning er hafin í síma 5613770 Námskeið sem eru í
Kæru vinir. Hin árlega Ljósafossganga verður nk. laugardag 19. nóvember undir styrkri stjórn Þorsteins Jakobssonar (Fjalla-Steina). Hittumst við Esjustofu kl. 15:00 og leggjum af stað kl. 16:00. Minnum alla á að vera með höfuðljós til að ganga með niður og búa til fossinn. Björgunarsveitin Kjölur verður á staðnum. Eins og áður erum við að minna á mikilvægt starf Ljóssins sem
Við leggjum af stað frá Ljósinu kl 12.30 þar sem við getum sameinast í bíla, eða hittumst á bílastæðinu við Garðakirkju kl: 13.00. Göngum undan vindi frá Garðakirkju… klæðið ykkur eftir veðri… vetur konungur er kominn í bæinn. Eftir gönguna finnum við okkur góðan kaffisopa. Hlökkum til að sjá ykkur