Nú þegar fjöldatakmarkanir og tveggja metra regla eru í gildi bjóðum við upp á kynningarfund í myndbandsformi. Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, fer þar yfir starfssemina eins og hún er í þriðju bylgju Covid. Smelltu hér til að hlusta á rétt rúmlega 6 mínútna kynningu á starfsemi Ljóssins. Athugið að við tökum enn á móti einstaklingum á kynningarfundi á þriðjudögum klukkan
Haukur Guðmundsson, sjúkraþjálfari, og Matti Osvald, markþjálfi og heilsufræðingur, ætla að taka stöðuna á hópnum á morgun, þriðjudagurinn 10. nóvember, klukkan 20:00. Hlekk á fundinn má finna í hópnum okkar á facebook. Við hvetjum alla unga menn sem nýlega skráð sig í endurhæfingu til að taka þátt.
eftir Kolbrúnu Lís Viðarsdóttur Sogæðar mynda sérstakt æðakerfi um allan líkamann með þeirri undantekningu að þær finnast ekki í æðakerfi, miðtaugakerfi og rauðum beinmerg. Í fyrstu eru sogæðaháræðar lokulausar en safnast saman í stærri æðar sem eru með lokum og sléttum vöðvafrumum í æðaveggnum. Þær líkjast bláæðum hvað gerð snertir en hafa þynnri veggi, fleiri lokur og eru með eitla
Starfsemi líkamlegrar endurhæfingar í Ljósinu heldur áfram með takmörkunum næstu vikurnar. Við föllum undir sömu skilyrði og aðrar sjúkraþjálfunarstöðvar, gætum ýtrustu varkárni í sóttvörnum auk fjöldatakmarkana. Skjólstæðingum sem hafa fengið tækjakennslu hjá þjálfurum Ljóssins stendur til boða að bóka tíma í tækjasal (hámark 5 í einu). Skylda er að hafa grímu, hvert tæki er sótthreinsað eftir notkun og allir helstu
eftir Guðbjörgu Dóru Tryggvadóttur, iðjuþjálfa „Ég hlakka svo til …“ „Mikið verður gaman þegar …“ „Vá, hvað verður gott að vera laus við …“ Tilhlökkunin er gjöf og við ættum að vera meðvituð um að virkja hana. Í tilhlökkun er að finna drifkraft, gleðisprota og von. Hún hjálpar okkur að brjóta upp tilbreytingarlitla daga og gerir lífið bærilegra. Þið,
Kynningarfundur um endurhæfinguna í Ljósinu er alla þriðjudaga klukkan 11:00 á Langholtsvegi. Allir bera grímur og spritta hendur við komu í hús. Húsnæði Ljóssins er sótthreinsað reglulega yfir daginn. Við bjóðum einnig upp á kynningu í myndbandsformi. Hafðu samband við okkur í síma 561-3770 eða með því að senda okkur póst á mottaka@ljosid.is og við sendum þér hlekk á kynninguna
Námskeiðin í Ljósinu eru nú að fara aftur af stað hvert á fætur öðru. Fagaðilar eru að hafa samband við alla þá sem voru á námskeiðum í Ljósinu þegar þjónusta var skert og upplýsa um nýtt fyrirkomulag námskeiða og gefa leiðbeiningar. Frá og með næstu viku ættu því eftirfarandi námskeið að halda áfram með breyttu sniði: Námskeið nýgreindar 36-48 ára
Hópar í líkamlegri endurhæfingu hjá Ljósinu fara rólega af stað aftur vikuna 26. -30. október. Sóttvarnir verða í fyrirrúmi eins og alltaf hjá okkur, grímuskylda og sprittað milli tækja og milli hópa. Til að byrja með fá einungis fimm að vera í salnum í einu, hvort sem það er í tækjatíma eða leiddum tíma, eins og Jafnvægi, Stoðfimi og Eftir
eftir Ingu Rán Gunnarsdóttur Það er mikilvægt fyrir konur jafnt sem karla, sem gangast undir aðgerð á brjósti, að huga vel að þjálfun og hreyfingu að aðgerð lokinni. Við inngrip sem þetta er ekkert óeðlilegt að skerðing verði á hreyfingu í kjölfarið og til að sporna gegn þeirri þróun er mikilvægt að byrja snemma að vinna gegn skerðingunni með réttum
eftir Guðrúnu Erlu Þorvarðardóttur Nú þegar daginn er að stytta og kuldinn sækir að er erfiðara að fara út og hreyfa sig. En það er gott að hreyfa sig utandyra í fersku lofti. Það gefur okkur aukna orku og okkur líður betur á eftir. Hversu lengi við erum úti eða hversu langt við göngum fer eftir dagsforminu okkar, stundum getum