Fremstu hjólagarpar Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon Fremstu hjólagarpar Íslands taka þátt í Síminn Cyclothon 2021 fyrir hönd Ljóssins endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda. Markmið Ljóssins með þátttöku í Síminn Cyclothon 2021 er að varpa ljósi á endurhæfingu krabbameinsgreindra og þá staðreynd að ungir karlmenn eru líklegri en aðrir hópar til að sleppa endurhæfingu þegar þeir greinast með krabbamein.
Eliza Reid forsetafrú hrinti af stað ljósavinaherferð fullri af þakklæti í Ljósinu í dag. Herferðin ber yfirskriftina „Þinn stuðningur er okkar endurhæfing“ og leggur áherslu á þakklætið sem þjónustuþegar Ljóssins finna til þeirra sem styðja Ljósið, svokallaða Ljósavini. „Ljósavinir eru lykilþáttur í rekstri Ljóssins og við finnum fyrir svo ótrúlega miklu þakklæti til þeirra frá þeim einstaklingum og aðstandendum sem
Veðurguðirnir voru okkur hliðhollir og mæting góð þegar árlega fjölskylduganga Ljóssins fór fram á Esjunni í dag. Gleðin skein úr hverju andliti en leyfum myndunum tala sínu máli. Kærar þakkir til allra þeirra sem tóku þátt í deginum.
Við minnum alla á að á morgun miðvikudaginn 9. júní er lokað í Ljósinu vegna fjölskyldugöngu Ljóssins. Við hlökkum til að sjá sem flesta með okkur í fjallið en gengið verður af stað á Esjuna kl. 11 frá grunnbúðum Ljóssins við Esjurætur þar sem hver gengur á sínum hraða og eins langt og þeir treysta sér til. Í ár göngum
Í sumar bjóðum við nýgreindum upp á fræðslu, umræður og vandaða fyrirlestra ásamt stuðning til að takast á við breytt lífsskilyrði í kjölfar veikinda undir nafninu Spjall og styrking. Þeir fagaðilar sem flytja erindi hafa allir unnið með krabbameinsgreindum og hafa víðtæka reynslu og skilning á aðstæðum þátttakenda. Umsjón með fræðslunni er í höndum iðjuþjálfa, en aðrir sérfræðingar flytja einnig
Um eitt hundrað hlauparar hlupu Miðfellshlaup í morgun en hlaupið í ár er til styrktar landsbyggðardeild Ljóssins. Miðfellshlaup er hluti af átakinu „Heilsueflandi samfélag“ í Hrunamannahreppi sem er ætlað að hvetja íbúa sveitarfélagsins til reglulegrar hreyfingar. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, ræsti 5 kílómetra hlaupaleiðina sem lá frá bænum Miðfelli í átt að Flúðum. „Við erum ótrúlega þakklát skipuleggjendum
Skokkhópur Ljóssins hittist 1x í viku við tækjasal Ljóssins, Langholtsvegi 47. Í hópinn eru velkomnir allir þeir sem ætla að ganga, skokka eða hlaupa fyrir Ljósið í Reykjarvíkurmaraþoninu hvort sem þeir eru í þjónustu Ljóssins eða ekki. Það er algengur misskilingur að þú þurfir að geta verið í góðu hlaupaformi til að mæta í hópinn því að æfingarnar miða að
Bergmál líknarfélag býður ljósberum að njóta, hvílast, vera með skemmtilegu fólki, fara í gönguferðir eða bara hlusta á fuglana á orlofsviku á Sólheimum (Bergheimahúsi) í Grímsnesi í september. Boðið verður upp á kvöldvökur á hverju kvöldi. Mæting er á fimmtudegi um klukkan 14:00 og brottför á fimmtudegi klukkan 12:00. Bergheimar er í eigu Bergmáls líknarfélags og á hverju sumri bjóða
Loksins er komið að árlegu fjölskyldugöngu Ljóssins en hún mun fara fram miðvikudaginn 9. júní. Það kemur kannski ekki á óvart en gengið verður á uppáhaldsfjallið okkar, Esjuna! Lagt verður af stað í fjallið kl. 11 frá grunnbúðum Ljóssins við Esjurætur þar sem hver gengur á sínum hraða og eins langt og þeir treysta sér til. Starfsfólk Ljóssins mun að venju
Það er með mikilli ánægju að við tilkynnum ykkur að Proency hefur sett í loftið uppfærða útgáfu af andlegu heilsulausn sinni. Nú geta þeir sem eru í endurhæfingu hjá Ljósinu og nánustu aðstandendur óskað eftir aðgangi inn á kerfið með því að hafa samband við starfsfólk Ljóssins. Markmiðið með lausninni er að gefa skjólstæðingum tækifæri til að fylgjast reglulega með