Solla

20
maí
2021

Uppfærð útgáfa af heilsulausn Proency nú komin loftið

Það er með mikilli ánægju að við tilkynnum ykkur að Proency hefur sett í loftið uppfærða útgáfu af andlegu heilsulausn sinni. Nú geta þeir sem eru í endurhæfingu hjá Ljósinu og nánustu aðstandendur óskað eftir aðgangi inn á kerfið með því að hafa samband við starfsfólk Ljóssins. Markmiðið með lausninni er að gefa skjólstæðingum tækifæri til að fylgjast reglulega með

Lesa meira

20
maí
2021

Skokkhópur Ljóssins 2021

Vinsæli skokkhópur Ljóssins æfir alla miðvikudaga klukkan 15:00. Hópurinn hittist fyrir framan Ljósið og hleypur af stað í Laugardalinn í hverri viku fram að Reykjavíkurmaraþoni. Í skokkhópnum hittast hlaupa- og skokkgarpar sem ætla sér að safna áheitum fyrir Ljósið í ágúst og munu þjálfarar Ljóssins hjálpa þátttakendum að byggja upp þol og þrek, hlægja og skemmta sér. – Hér getið

Lesa meira

19
maí
2021

Miðfellshlaup til styrktar landsbyggðardeild Ljóssins

Fyrr í vor fengum við þær fréttir að sveitafélag Hrunamannahrepps ætlar að setja á laggirnar nýtt hlaup fyrir íbúa sveitafélagsins og myndi hlaupið í ár vera tileinkað nýstofnaðri landsbyggðardeild Ljóssins. Hlaupið, sem ber heitið Miðfellshlaupið fer fram í lok hreyfiviku UMFI 29. maí næstkomandi og er hluti af átakinu Heilsueflandi samfélag í Hrunamannahreppi sem er ætlað að hvetja íbúa sveitafélagsins

Lesa meira

19
maí
2021

Kiwanisklúbburinn Hekla styrkir Ljósið

Það var mikil gleði í húsi í gær þegar forsvarsmenn Kiwanisklúbbsins Heklu litu við og afhentu Ljósinu 200.000 króna styrk. Upphæðinni verður varið í glænýtt æfingarhjól sem notað verður við mælingar  líkamlegri endurhæfingu í Ljósinu. Við erum sannarlega þakklát fyrir þennan góða stuðning Kiwanisklúbbsins sem hefur verið dyggur stuðningsaðili Ljóssins í gegnum árin.

17
maí
2021

Skráning á hlaupastyrk.is hefst í dag!

Í dag geta allir þeir sem ætla að hlaupa fyrir Ljósið í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka skráð sig á Hlaupastyrkur.is Áheitasöfnun í gegnum maraþonið hefur verið mikilvæg tekjuöflun fyrir starfsemi Ljóssins en söfnunarleiðin hefur til að mynda gert okkur kleift að fella niður allan kostnað krabbameinsgreindra við líkamsrækt, námskeið, fræðslu og margt annað. Árið 2019 setti Ljósið, ásamt 180 öðrum góðgerðarfélögum, áheitamet

Lesa meira

7
maí
2021

Jógastreymi verður að jógatíma

Jógastreymið sem verið hefur á mánudagsmorgnum kl.9.00 er nú komið í frí. Í staðinn verður boðið upp á jógatíma í sal á mánudögum klukkan 9:00. Athugið að það þarf að skrá sig í alla tíma í móttöku Ljóssins eða í síma: 561-3770. Arna hlakka til að sjá ykkur strax í næstu viku.

3
maí
2021

Markþjálfun hjá Ingibjörgu – Lausir tímar í maí

Vilt þú hjálp við að skilgreina markmið þín og fá aðstoð við að ná þeim? Við eigum lausa tíma hjá Ingibjörgu Kr. Ferndinands, markþjálfa, á mánudögum og fimmtudögum í maí. Ingibjörg er vottaður ACC markþjálfi en í grunninn er hún menntunarfræðingur (M.Ed). Umsögn um Ingibjörgu Það var algjörlega frábært að setjast niður með Ingibjörgu. Ég fann það bara þegar ég

Lesa meira

26
apr
2021

Færðu Ljósinu sígildar barnabækur til sölu

Í dag kom Kristín Jóna Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri prentsmiðjunnar Litrófs, í heimsókn til okkar á Langholtsveginn og afhenti Ljósinu sígildar barnabækur í kassavís. Bækurnar eru nú komnar í sölu á vefnum okkar í einum myndarlegum pakka á stórgóðu verði en öll upphæðin rennur til Ljóssins. Emma okkar tók á móti sendingunni með grímuklætt bros á vör.   Hans og Gréta, Stígvélaði

Lesa meira

26
apr
2021

Þjálfarar Ljóssins á ráðstefnu 3.-5. maí

Dagana 3. til 5. maí munu þjálfarar Ljóssins sækja ráðstefnu um krabbamein og falla því niður allir tímar í líkamlegri endurhæfingu, viðtöl og mælingar. Við hvetjum alla til að vera duglega að fá nýta sér myndbönd á heimasíðu Ljóssins og fá sér góða göngutúra.

8
apr
2021

Vefþjónn liggur niðri sem stendur

Kæru vinir, Tæknin er að stríða okkur og eru póstar nú ekki að berast í gegnum netföng miðstöðvarinnar né í gegnum vef. Unnið er að lagfæringu. Við biðjumst afsökunar á þessum óþægindum en bendum öllum þeim sem hafa ætlað að skrá sig í þjónustu rafrænt eða hafa hug á að senda minningarkort, að hægt er að hafa samband í síma

Lesa meira