Aðstandendanámskeið hefst 5. apríl á Zoom

Námskeið fyrir fullorðna aðstandendur þeirra sem greinst hafa með krabbamein hefst þriðjudaginn 5. apríl. Á námskeiðinu er skapaður vettvangur fyrir aðstandendur til að hittast og ræða um reynslu sína, áhyggjur og þá líðan sem fylgir því að eiga náinn ástvin sem greinist með alvarlegan sjúkdóm.

Námskeiðið er samsett af umræðum, fræðslu og léttum slökunaræfingum. Mikilvægt er að skapa traust og tryggja trúnað til að þátttakendur geti óhindrað tjáð sig um það sem liggur á þeim. Það er líka lögð áhersla á það að hlæja og hafa það skemmtilegt á námskeiðinu.

Námskeiðið er 6 vikur og fer fram á þriðjudögum kl. 16:30 -18:30 á Zoom.

Smelltu hér til að lesa meira.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.