Solla

20
des
2024

Færði Ljósinu styrk á afmælisdegi móður sinnar

Unnar Bjarnason færði mömmu sinni ógleymanlega gjöf á afmælisdaginn hennar í dag –  styrk að upphæð 200.000 krónur til Ljóssins, þar sem hún hefur sótt þjónustu. Styrkurinn er afrakstur elju og skipulagsgleði Unnars, sem safnaði upphæðinni með sölu á sérmerktum treyjum fyrir bumbu körfuboltalið KR. Með þessu fallega framtaki vildi hann bæði heiðra móður sína og styðja við starfsemi Ljóssins,

Lesa meira

20
des
2024

Gefðu jólagjöf í starf Ljóssins

Í ár bjóðum við velunnurum Ljóssins enn á ný að gefa þýðingarmikla jólagjöf í formi styrks til Ljóssins. Styrkurinn er fáanlegur á vefsíðu Ljóssins www.ljosid.is/gjof og þar getur hver og einn valið hvort hann vilji styrkja fjölskyldustarf Ljóssins annars vegar eða starf unga fólksins hins vegar. Í kjölfarið fær kaupandi sent rafrænt gjafabréf sem þú getur prentað og laumað undir

Lesa meira

20
des
2024

Bústaðakirkja og Kvenfélag Bústaðasóknar styrkja Ljósið um 500.000 krónur

Söfnuður Bústaðakirkju í samvinnu við Kvenfélag Bústaðasóknar, hefur afhent Ljósinu rausnarlegan styrk að upphæð 500.000 kr. Styrkurinn er afrakstur Bleiks októbers í Bústaðakirkju, þar sem hádegistónleikar voru haldnir alla miðvikudaga og sérstakar listamessur á sunnudögum. Markmið Bleiks októbers var að vekja athygli á mikilvægri þjónustu Ljóssins við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra, ásamt því að safna fjármagni til að styðja starfsemina.

Lesa meira

19
des
2024

Oddfellowstúkan Þorkell Máni styrkir Ljósið um eina milljón króna

Oddfellowstúkan nr. 7, Þorkell Máni I.O.O.F., hefur ákveðið að styðja við starfsemi Ljósins með rausnarlegum styrk að upphæð 1.000.000 króna. Með þessu framlagi vilja Oddfellow-bræður sýna stuðning sinn við mikilvægt starf Ljósins, sem hefur unnið mikilvægt starf fyrir fólk sem glímir við veikindi og þarf á endurhæfingu og stuðningi að halda. „Það er okkur mikil ánægja að geta lagt okkar

Lesa meira

18
des
2024

Jólakonfektssala í móttöku Ljóssins til og með 19. desember

Nú gefst þjónustuþegum, gestum og gangandi tækifæri á að styrkja Ljósið með kaupum á úrvalskonfekti frá Freyju í sérmerktri Ljósaöskju. Freyja endurvakti í fyrra konfektmola sem voru fyrst framleiddir árið 1918. Molarnir einkennast því af nýsköpun, einstöku handbragði og aldagamalli hefð. Verð 4.990 krónur. ATHUGIÐ AÐ KONFEKTIÐ ER EINUNGIS TIL SÖLU Í MÓTTÖKU LJÓSSINS TIL OG MEÐ 19. DESEMBER.  

9
des
2024

Árlegir Jóla- og styrktartónleikar Gospelkórs Jóns Vídalíns til styrktar Ljósinu

Síðastliðinn sunnudag, 1. desember, hélt Gospelkór Jóns Vídalíns árlega Jóla- og styrktartónleika sína í Vídalínskirkju í Garðabæ. Tónleikarnir, sem í ár voru helgaðir Ljósinu, heppnuðust með eindæmum vel. Gospelkórinn, undir stjórn Ingvars Alfreðssonar, færði gestum hlýja og hátíðlega stemningu með fallegum jóla- og gospellögum. Með kórnum lék frábær hljómsveit sem skipuð var Benedikt Brynleifssyni á trommur, Jóhanni Ásmundssyni á bassa,

Lesa meira

5
des
2024

Deloitte styrkir Ljósið með veglegum jólakortastyrk

Ljósið hefur hlotið þann heiður að vera valið sem styrkþegi árlegs jólakortastyrks Deloitte. Deloitte hefur undanfarin ár sleppt því að senda út jólakort til viðskiptavina sinna og í staðinn ráðstafað andvirði þeirra til góðgerðarmála sem skipta máli fyrir samfélagið. Í ár valdi Deloitte Ljósið, sem styður einstaklinga sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra, sem styrkþega. „Við erum innilega

Lesa meira

26
nóv
2024

Glæsilegur listamarkaður á Akranesi til styrktar Ljósinu

Dagana 30. nóvember og 1. desember mun listamarkaðurinn Gefum ljós fara fram á Akranesi þar sem listaverk frá hátt í 60 listamönnum verða til sölu. Markaðurinn er skipulagður af Smára Jónssyni, þjónustuþega í Ljósinu, og er allur ágóði af sölu verkanna ætlaður til að styðja við starfsemi Ljóssins. Fjölbreytt úrval listamanna Meðal þeirra sem leggja verkefninu lið eru nokkrir af

Lesa meira

22
nóv
2024

Lionsklúbburinn Æsa úr Njarðvík færði Ljósinu hálfa milljón króna í styrk

Í dag færði Lionsklúbburinn Æsa úr Njarðvík Ljósinu rausnarlegan styrk að upphæð 500.000 krónur. Afhendingin fór fram í húsakynnum Ljóssins þar sem fulltrúar Lionsklúbbsins afhentu framlagið formlega. Ljósinu hefur lengi verið falið mikilvægt hlutverk í lífi þeirra sem glíma við krabbamein og fjölskyldna þeirra og mun styrkurinn koma að mjög góðum notum. Formaður Lionsklúbbsins Æsu, Guðrún Snæbjört, sagði í stuttu

Lesa meira

18
nóv
2024

Jólakonfektssala til fyrirtækja og stofnanna

Góðan daginn kæru vinir, Jólakonfektssala Ljóssins til fyrirtækja og stofnanna er hafin og bjóðum við úrvalskonfekt frá Freyju til sölu. Freyja endurvakti í fyrra konfektmola sem voru fyrst framleiddir árið 1918. Molarnir einkennast því af nýsköpun, einstöku handbragði og aldagamalli hefð. Konfektið kemur í fallegri öskju (450gr) og kostar 4.990 kr. m/vsk. Lágmarkspöntun er 10 öskjur og er sendingarkostnaður innifalin.

Lesa meira