Við fengum góða heimsókn í Ljósið á dögunum frá fríðum hópi Odfellowkvenna úr Rebekkustúku nr.7. Þær veittu ríkulegan styrk í nýyfirstaðnar breytingar á eldhúsi og borðstofu Ljóssins með kaupum á húsbúnaði ásamt gufuofni. Við sendum hjartans þakkir fyrir þetta dýrmæta framlag sem nýtist vel alla daga fyrir þjónustuþega Ljóssins. Hér má sjá mynd af formlegri afhendingu styrksins þar sem Erna
Fjölskylda Kristins Jóhanns Ólafssonar, sem lést nýverið, hefur ákveðið að heiðra minningu hans með rausnarlegum styrk til Ljóssins. Að ósk fjölskyldunnar verður styrkurinn nýttur sérstaklega til að efla þjónustu fyrir karlmenn innan Ljóssins. Kristinn Jóhann var virkur þátttakandi í endurhæfingarstarfi Ljóssins og nýtti sér fjölbreytta þjónustu stofnunarinnar. Hann naut meðal annars liðsinnis Matta Ó. Stefánssonar, sem leiðir fræðslu og hópastarf
Að eiga góðar vinkonur eru lífsins lukka en í kjölfar krabbameinsgreiningar rísa vinkonur gjarnan upp á ólíka vegu. Sumar mæta og vökva blómin, aðrar fara með þig í bíltúr og svo eru það þær sem reima á sig hlaupaskóna til að safna áheitum fyrir miðstöðina þar sem þú verð mestum tíma samhliða krabbameinsmeðferðum – Já vinkonur eru sannarlega magnaðar! Í
Á aðalfundi Ljóssins þann 15. maí 2025 var farið yfir starfsemi og ársreikninga liðins starfsárs. Einnig voru rædd helstu mál sem varða framtíð Ljóssins, þar á meðal samningaviðræður og húsnæðismál. Stjórnarkosningar fóru fram og var Brynjólfur Eyjólfsson endurkjörinn formaður. Sara Lind Guðbergsdóttir, sem setið hefur í stjórn Ljóssins undanfarin ár, lætur nú af störfum. Ljósið þakkar Söru Lind innilega fyrir
Fimmtudaginn 15. maí kl. 14:00 ætlum við í Ljósinu að hefja hátíðahöld í tilefni af 20 ára afmæli okkar með hlýlegri og skemmtilegri samverustund í húsakynnum okkar. Þetta er fyrsti viðburðurinn í röð afmælishátíðarinnar, og við hlökkum til að fagna þessum áfanga með ykkur öllum! Við bjóðum upp á ljúffenga köku og snittur, og lofum góðri stemningu þar sem við
Við bjóðum þjónustuþegum okkar hjartanlega velkomin í skemmtilegan og hvetjandi Júróvisjón þoltíma í hádeginu á föstudaginn, 16. maí, kl. 12:00. Þetta er einstakt tækifæri til að sameinast í gleði og hreyfingu þar sem við hlustum á vinsælustu Júróvisjón lögin í gegnum tíðina. Þoltíminn er sniðinn að öllum getu- og þrekmörkum, þannig að allir geta tekið þátt á sínum forsendum. Komdu
Reykjavíkurmaraþonið er handan við hornið og áheitasöfnun Ljóssins er að mjakast af stað. Þrír einstaklingar, Karen Hrund, Ester Inga og Lilja Karlsdóttir, eru meðal þeirra sem hafa skráð sig til leiks og ætla að hlaupa til styrktar Ljósinu. Þrátt fyrir ólíkar ástæður og bakgrunn eiga þær eitt sameiginlegt: þær vilja leggja sitt af mörkum til að styðja við þau sem
Viltu taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum fyrir Ljósið? Hvort sem þú vilt ganga, skokka eða hlaupa – Ljósið er með þér alla leið! Ljósið býður nú þjónustuþegum sínum upp á göngu- og hlaupaþjálfun en gönguhópurinn sem fer fram tvisvar í viku er jafnframt hlaupahópur fyrir þau sem vilja taka skrefinu lengra! Við tökum á móti öllum, óháð aldri,
Kæru Ljósavinir, Frá upphafi hefur stuðningur einstaklinga við endurhæfingarstarf Ljóssins skipt gríðarlegu máli. Ykkar framlag hefur leyft starfinu vaxa og bætt þannig lífsgæði krabbameinsgreinda með faglegri heildrænni endurhæfingu og stuðningi sem á sér fáan eða engan líkan. Mánaðarlega sækja tæplega 600 manns þjónustu í Ljósið, ýmist í viðtöl við fagaðila, námskeið, fræðslu, líkamlega endurhæfingu, handverk og fleira. Með ykkar stuðningi
Aðalfundur Ljóssins verður haldinn fimmtudaginn 15. maí næstkomandi klukkan 16:00 í húsakynnum Ljóssins að Langholtsvegi 43. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Allir velkomnir. Kærar kveðjur, Stjórn Ljóssins