Að eiga góðar vinkonur eru lífsins lukka en í kjölfar krabbameinsgreiningar rísa vinkonur gjarnan upp á ólíka vegu. Sumar mæta og vökva blómin, aðrar fara með þig í bíltúr og svo eru það þær sem reima á sig hlaupaskóna til að safna áheitum fyrir miðstöðina þar sem þú verð mestum tíma samhliða krabbameinsmeðferðum – Já vinkonur eru sannarlega magnaðar!
Í sumar taka Irena Sylva Roe, Hafdís Guðrún Þorkelsdóttir og Oddrún Magnúsdóttir þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka með það að markmiði að styrkja Ljósið – endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda, fyrir vinkonur sem sótt hafa endurhæfingu í Ljósið.
Irena Sylva Roe
Irena Sylva Roe hleypur 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu og hefur safnað 27.000 kr. af markmiði sínu sem er 50.000 kr. Hún segir: „Ég hleyp fyrir Ljósið sem hefur reynst Þóru Maríu, gleðisprengju og samstarfsfélaga mjög vel í gegnum hennar ferli síðan hún greindist með brjóstakrabbamein.“
Heita á Irenu
Hafdís Guðrún Þorkelsdóttir
Hafdís Guðrún Þorkelsdóttir hleypur einnig 10 km og hefur safnað 16.000 kr. af markmiði sínu sem er 50.000 kr. Hún segir: „Ég hleyp fyrir yndislegu Þóru Maríu sem er algjör gullmoli og dugnaðarforkur.“
Heita á Hafdísi
Oddrún Magnúsdóttir
Oddrún Magnúsdóttir hleypur 10 km og hefur safnað 10.000 kr. af markmiði sínu sem er 100.000 kr. Hún segir: „Ég hleyp 10 km og ætla að reyna safna áheitum fyrir Ljósið í leiðinni, bæði fyrir góðar vinkonur sem hafa fengið aðstoð í Ljósinu og í von um að geta safnað aurum til að styrkja þeirra stórkostlega starf.“
Heita á Oddrúnu
Þessar þrjár konur sýna hvernig vinátta og samstaða geta orðið að hvatningu til góðra verka. Með því að hlaupa fyrir Ljósið heiðra þær ekki aðeins vinkonur sínar heldur einnig allar þær sem hafa þurft á stuðningi að halda í baráttunni við krabbamein. Þær minna okkur á að saman erum við sterkari.
Við hvetjum alla til að styðja við þessa frábæru hlaupara og leggja sitt af mörkum til að styrkja Ljósið. Hvert framlag skiptir máli og hjálpar til við að bæta lífsgæði þeirra sem þurfa á þjónustu Ljóssins að halda.
Saman getum við gert magnaða hluti – sjáumst í ágúst!
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.