Ljósið fagnar 20 ára afmæli – Komdu og vertu með!

Fimmtudaginn 15. maí kl. 14:00 ætlum við í Ljósinu að hefja hátíðahöld í tilefni af 20 ára afmæli okkar með hlýlegri og skemmtilegri samverustund í húsakynnum okkar. Þetta er fyrsti viðburðurinn í röð afmælishátíðarinnar, og við hlökkum til að fagna þessum áfanga með ykkur öllum!

Við bjóðum upp á ljúffenga köku og snittur, og lofum góðri stemningu þar sem við lítum saman yfir þau 20 ár sem liðin eru frá stofnun Ljóssins. Þetta er einstakt tækifæri til að koma saman, deila minningum og gleðjast yfir því sem við höfum áorkað saman.

Söngkonan Silja Rós flytur okkur ljúfa tóna í tilefni dagsins.

Við hvetjum alla – bæði þá sem hafa nýtt sér þjónustu Ljóssins og aðra velunnara – til að mæta og taka þátt í þessari gleðistund. Þú ert hluti af sögu okkar, og við viljum fagna þessum áfanga með þér!

Hvar og hvenær?
📍 Langholtsvegur 43, 104 Reykjavík
🗓 Fimmtudagur 15. maí
⏰ Kl. 14:00

Komdu og vertu með okkur í að fagna 20 ára afmæli Ljóssins – saman sköpum við ljós í lífi þeirra sem þurfa á því að halda! 🌟

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.