Á aðalfundi Ljóssins þann 15. maí 2025 var farið yfir starfsemi og ársreikninga liðins starfsárs. Einnig voru rædd helstu mál sem varða framtíð Ljóssins, þar á meðal samningaviðræður og húsnæðismál. Stjórnarkosningar fóru fram og var Brynjólfur Eyjólfsson endurkjörinn formaður. Sara Lind Guðbergsdóttir, sem setið hefur í stjórn Ljóssins undanfarin ár, lætur nú af störfum. Ljósið þakkar Söru Lind innilega fyrir hennar mikilvæga framlag og vel unnin störf í þágu starfseminnar.
Í hennar stað tekur sæti í stjórn Ólöf Kristjana Bjarnadóttir, krabbameinslæknir. Ólöf kemur inn með dýrmæta þekkingu og reynslu af störfum innan heilbrigðiskerfisins, sérstaklega á sviði krabbameinsmeðferða og stuðnings við einstaklinga með alvarlega sjúkdóma. Hún hefur unnið bæði á sjúkrahúsum og við fræðslustörf og býr yfir djúpstæðri sýn á mikilvægi félagslegs og sálræns stuðnings. Við hjá Ljósinu fögnum því innilega að fá Ólöfu til liðs við okkur og hlökkum til samstarfsins fram undan.
Núverandi stjórn Ljóssins er þannig skipuð:
Brynjólfur Eyjólfsson, viðskiptafræðingur
Brynjólfur Stefánsson, viðskiptafræðingur
Hákon Jónsson, viðskiptafræðingur
Ásta Einarsdóttir, lögfræðingur
Ólöf Kristjana Bjarnadóttir, krabbameinslæknir
Varastjórn
G. Haukur Guðmundsson, sjúkraþjálfari
Svanhildur Sigurðardóttir, stjórnmálafræðingur
Hér fyrir neðan má nálgast ársskýrslu Ljóssins 2024
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.