Í tilefni 90 ára afmæli síns afhenti Verkís Ljósinu styrk uppá 3.000.000 króna en styrkurinn er hluti af markmiði fyrirtækisins að sýna samfélagslega ábyrgð í verki og taka þátt í að byggja upp samfélög bæði hér á landi og erlendis. Einnig styrkti Verkís Rauða krossinn og Krabbameinsfélagið – Styrkleikana af sama tilefni. Virkilega gott framtak, sem sannarlega skilar sér í
Í gær fengum frábæra heimsókn frá Gabríel og Tómasi sem eru flottir strákar úr Garðabæ. Fyrir skömmu síðan greindist góður vinur, skólafélagi og Stjörnustrákur með krabbamein og fundu þeir löngun til að bregðast við og láta gott af sér leiða. Úr varð að þeir ákváðu að ganga í hús og óska eftir framlögum svo að þeir gætu styrkt fólk með
Vilt þú aðstoða Sidekick við að hanna stafrænt meðferðarúrræði fyrir krabbameinsgreinda? Sidekick Health er að undirbúa hönnun á nýju stafrænu meðferðarúrræði fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein. Til að gera það sem best úr garði og geta stutt sem best við krabbameinsgreinda langar okkur að fá sjálfboðaliða til að spjalla við okkur. Um er að ræða einstaklingsviðtöl við starfsmann
Loksins er komið að árlegu fjölskyldugöngu Ljóssins en hún mun fara fram miðvikudaginn 1. júní. Það kemur kannski ekki á óvart en gengið verður á uppáhaldsfjallið okkar, Esjuna! Lagt verður af stað í fjallið kl.11:00 frá grunnbúðum Ljóssins við Esjurætur þar sem hver gengur á sínum hraða. Athugið að einungis verður gengið upp að brú en ekki upp að Steini. Starfsfólk
Eftir virkilega velheppnaða pop-up hlaupaæfingu í síðustu viku var ákveðið að bæta við annarri æfingu miðvikudaginn 25. maí. Hópurinn hittist klukkan 16:00 við æfingarsal Ljóssins og tekur æfingin um klukkustund. Við hvetjum alla, og sér í lagi þá sem ætla að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka fyrir Ljóssins hönd í ágúst, að reima á sig skóna. Það er Guðrún Erla,
Heil og sæl kæru vinir, Næstu vikurnar ætlum við að brjóta aðeins upp formið á gönguhópnum og bjóða einnig upp á stafgöngu fyrir áhugasama. Stafaganga er ganga með sérhannaða stafi og er áhrifarík leið til heilsuræktar sem hentar fólki á öllum aldri, óháð kyni eða líkamlegu ástandi. Stafaganga á rætur sínar að rekja til Finnlands en þegar snjó tók upp
Fyrsta hlaupaæfing sumarsins verður mánudaginn 16. maí klukkan 16:00. Hópurinn hittist við tækjasalinn og haldið verður niður í Laugardalinn. Allir sem stefna á Reykjavíkurmaraþon velkomnir, hvort sem þeir ætla að ganga, skokka eða hlaupa. Það er Guðrún Erla, íþróttafræðingur og hlaupagarpur, sem leiðir kennsluna. Hlökkum til að sjá ykkur!
Þriðjudaginn 10. maí klukkan 10:30 verður boðið upp á stafagöngukennslu í Ljósinu. Guðrún Erla íþróttafræðingur leiðir kennsluna og verða göngustafir til láns fyrir þá sem ekki eiga. Stafaganga er ganga með sérhannaða stafi og er áhrifarík leið til heilsuræktar sem hentar fólki á öllum aldri, óháð kyni eða líkamlegu ástandi. Stafaganga á rætur sínar að rekja til Finnlands en þegar
Aðalfundur Ljóssins verður haldinn miðvikudaginn 11. maí næstkomandi klukkan 16:30 í húsakynnum Ljóssins að Langholtsvegi 43. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Allir velkomnir. Kærar kveðjur, Stjórn Ljóssins
Kæru Ljósavinir, Frá upphafi hefur stuðningur einstaklinga við endurhæfingarstarf Ljóssins skipt gríðarlegu máli. Ykkar framlag hefur leyft starfinu vaxa og bætt þannig lífsgæði krabbameinsgreinda með faglegri heildrænni endurhæfingu og stuðningi sem á sér fáan eða engan líkan. Mánaðarlega sækja tæplega 600 manns þjónustu í Ljósið, ýmist í viðtöl við fagaðila, námskeið, fræðslu, líkamlega endurhæfingu, handverk og fleira. Með ykkar stuðningi