Heil og sæl kæru vinir, Við í Ljósinu fögnum hverri árstíð og förum spennt inn í haustið sem sannarlega hefur sinn sjarma. Haustdagskrá Ljóssins býður uppá mikið úrval af dagskrárliðum, þjónustuþegar okkar ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi. Hér að neðan stiklum við á stóru á því sem í boði er. Við hvetjum ykkur eindregið til að kynna
Nú þegar samstarfsverkefni Ljóssins og Nettó er lokið þá seljum við lokaeintökin okkar í móttöku Ljóssins. Við hvetjum alla þá sem vantar góðan poka undir æfingarfötin eða nýja spilastokk til að kíkja við og festa kaup á þessum fallega varningi. Verð er 2.500 krónur á stokk annars vegar og poka hins vegar.
Rósa Stefánsdóttir leit við hjá okkur á Langholtsveginn í dag og færði Ljósinu rúmlega 300 þúsund krónur. Framlaginu safnaði Rósa þegar hún fagnaði 70 árum með pompi og prakt með ættingjum og vinum, og hvatti alla til að styrkja Ljósið að því tilefni. Við þökkum Rósu kærlega fyrir sitt framlag til endurhæfingarinnar í Ljósinu.
Miðvikudaginn 30. ágúst, fimmtudaginn 31. ágúst og föstudaginn 1. september verður lokað í Ljósinu vegna starfsdaga. Starfsfólk Ljóssins nýtir þessa daga til endurmenntunar og skipulags fyrir komandi önn. Við hvetjum þjónustuþega til þessa njóta þessara daga og huga vel að líkama og sál. Bestu kveðjur, Starfsfólk Ljóssins
Kæru vinir, Nú þegar maraþongleðin er að baki í ár eru dagarnir farnir að færast í örlítið eðlilegra horf á Langholtsveginum. Við erum þó hvergi nærri komin á jörðina eftir vel heppnaða skráningarhátíð í Laugardalshöll og ógleymanlegan maraþondag – Þvílík orka! Nú að hlaupi loknu langar okkur að senda þakklætiskveðjur til allra þeirra sem komu að hlaupinu með einum eða
Hvetjum saman 2023 – Ljósið býður í klappveislu! Eins og undanfarin ár verður klapplið Ljóssins á sínum stað til að hvetja okkar frábæru hlaupara til dáða í Reykjavíkurmaraþoninu. Við munum koma okkur fyrir við JL húsið á mótum Hringbrautar og Eiðisgranda. Þar munum við hvetja og hafa læti eins og okkur er einum lagið en gera má ráð fyrir að
Við bætum við fræðslu í fyrirlestrarröðina Spjall og styrking en á morgun mun Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþálfi fjalla um þreytu, venjur og rútínu. Þar mun hún meðal annars ræða óvenjulega og viðvarindi þreytu sem truflar daglegt líf en það er er einn algengasti fylgikvilli krabbameinsmeðferðar. Hér getið þið lesið nánar um efnistökin. Til stóð að Matti Ósvald væri með fræðslu þennan
Fyrr í mánuðinum kynntum við til leiks nýtt Lukkudýr Ljóssins sem mun fá að gleðja fólk við margvísleg tilefni í framtíðinni. Við óskuðum eftir tillögum að nafni og hugmyndirnar stóðu ekki á sér hjá okkar fólki. Í kjölfarið fór dómnefnd yfir tillögurnar og valdi eitt nafn sem þótti henta þessu flotta lukkudýri hvað best. Vinningshafinn er Júlía Lind Sverrisdóttir
eftir Guðrúnu Erlu Þorvarðardóttur, íþróttafræðing í Ljósinu Nú eru einungis nokkrir dagar í að Reykjavíkurmaraþon 2023 fer fram. Hér í Ljósinu höfum við verið á harðaspretti í undirbúninginum og hlökkum mjög til að taka á móti öllum hlaupagörpunum okkar á skráningarhátíðina í Laugardalshöll. Við verðum svo á hliðarlínunni í hlaupinu sjálfu og erum sannfærð um að þið munið heyra í
Nú er Reykjavíkurmaraþon handan við hornið og bjóðum við að því tilefni öllum áhugasömum upp á fræðsluerindi frá Önnu Hlín Sverrisdóttur, sjúkraþjálfara og stofnanda StronRun Iceland sem sérhæfir sig í styrktarþjálfun fyrir hlaupara. Fræðslan fer fram mánudaginn 14. ágúst og hefst klukkan 11:00 í húsakynnum Ljóssins. Við hvetjum alla þá sem ætla að hlaupa, hlabba, rúlla, skokka eða labba fyrir