Solla

21
mar
2023

Þegar skelin hverfur – Áskoranir blöðruhálskrabbameins

Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein karlmanna á Íslandi. Yfirleitt eru þessi krabbamein hægvaxandi og þeim sem greinast gefst oftar en ekki tækifæri til að ræða næstu skref og mögulegar leiðir við lækni áður en þeir ákveða hvað gera skuli. Þeir geta líka leitað til þeirra sem hafa verið í sambærilegum sporum, til dæmis með því að hafa samband við

Lesa meira

16
mar
2023

Starfsfólk L’Occitane á Íslandi færði Ljósinu styrk

Það var mikil gleði í Ljósinu fyrr í vikunni þegar starfsfólk L’Occitane en Provence færði Ljósinu afrakstur styrktarverkefnis sem fram fór í upphafi árs. Alls söfnuðust 150.000 krónur við sölu á handáburði og fótakremi sem klædd höfðu verið í sérhannaðar ullarstúkur. Stúkurnar voru handprjónaðar af einstaklingum sótt hafa endurhæfingu í Ljósið og fulltrúum frá L’Occitane.  Það var Kristjana Björk Traustadóttir

Lesa meira

15
mar
2023

Kiwanisklúbburinn Hekla færði Ljósinu rausnarlega gjöf

Síðdegis í dag fengum við góða gesti í Ljósið þegar fulltrúar Kiwanisklúbbsins Heklu litu við og færðu Ljósinu 300.000 króna styrk í endurhæfingarstarfið. Kiwanisklúbburinn Hekla er elsti Kiwanisklúbbur landsins og hefur frá upphafi Ljóssins verið dyggur stuðningsaðili. Við sendum okkar bestu þakkir til allra þeirra sem stóðu að söfnuninni. Það voru Ingólfur Friðgeirsson, Sighvatur Halldórsson, Garðar Hinriksson og Ólafur G.

Lesa meira

13
mar
2023

Er Ljósið ekki að birtast á þínu skattframtali?

Kæru vinir, Í síðustu viku greindum við ykkur frá því að einhverjir Ljósavinir væru að lenda í því að styrktarupphæð væri ekki að birtast á skattskýrslum þeirra. Leiðréttinging er komin í gegn en samkvæmt ráðleggingum frá Deloitte biðjum við alla sem eru enn ekki að sjá Ljósið í sinni skýrslu að bæta við eftirfarandi athugasemd í sitt framtal: Vantar almannaheillastyrk

Lesa meira

17
feb
2023

Leirlistakona Melkorka færði Ljósinu styrk

  Í vikunni kom leirlistakonan Melkorka Matthíasdóttir við hjá okkur á Langholtsveginn og afhenti upphæð sem safnaðist við uppboð á listmun sem var hluta af nýafstaðinni sýningu Melkorku í Listasalnum í Mosfellsbæ.  Framlag Melkorku er þakklætisvottur fyrir þau jákvæðu áhrif sem Ljósið hefur haft á líf Melkorku frá því að hún sótti endurhæfingu til okkar á Ljósið. „Hér er örlítill

Lesa meira

16
feb
2023

Lionsklúbburinn Njörður minnist góðs félaga með rausnarlegri gjöf

Lionsklúbburinn Njörður kom færandi hendi í dag og afhenti Ljósinu glænýtt spinning hjól. Forsvarsmenn Lionsklúbbsins höfðu samband við Ljósið í kjölfar þess að góður félagi hafði sótt endurhæfingu til okkar á Langholtsveginn í kjölfar krabbameinsgreiningar, en hann óskaði að eftir sinn dag myndu þeir sem vildu minnast hann hugsa til Ljóssins. Því til viðbótar hafði maki eins meðlims einnig sótt

Lesa meira

16
feb
2023

Tölum saman – Fyrirlestur 27. febrúar

Að greinast með krabbamein er fyrir flesta mikið áfall, og eðlilegt að fólk takist á við erfiðar hugsanir í kjölfar greiningar. Á næsta fyrirlestri í fræðsluröðinni Samtalið heim, mun Elín Kristín Klar, sálfræðiráðgjafi í Ljósinu, ræða hvernig streita og erfiðar hugsanir geta herjað bæði á þann sem greinist með krabbamein sem og aðstandendur. Elín settist niður og sagði okkur aðeins

Lesa meira

10
feb
2023

Færðu Ljósinu veglegan styrk við slit Hárgreiðslumeistarafélags Íslands

Það var glatt á hjalla á Grandhóteli fyrr í vikunni þegar Ljósið endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og Alzheimersamtökin tóku við veglegum styrkjum frá Hárgreiðslumeistarafélagi Íslands. Fyrr í mánuðinum var sú ákvörðun tekin að slíta skyldi félaginu og að fjármunir úr sjóði félagsins myndu renna til mikilvægra málefna. Þótti við hæfi að fyrir valinu yrðu félög sem leidd eru af konum en

Lesa meira

10
feb
2023

Bergmál býður þjónustuþegum Ljóssins í orlofsviku í Bergheimum í sumar

Bergmál líknarfélag býður þjónustþegum Ljóssins að njóta, hvílast, vera með skemmtilegu fólki, fara í gönguferðir eða bara hlusta á fuglana á orlofsviku á Sólheimum (Bergheimahúsi) í Grímsnesi í sumar. Bergheimar er í eigu Bergmáls líknarfélags og á hverju sumri bjóða þau fólkinu okkar upp á ókeypis orlofsvikur. Stórir hópar frá Ljósinu hafa áður sótt orlofsviku á þeirra vegum og það

Lesa meira

6
feb
2023

Appelsínugul viðvörun 7. febrúar

Kæru vinir, Á morgun, þriðjudaginn 7. febrúar, verður appelsínugul veðurviðvörun í gildi í morgunsárið. Við biðjum ykkur öll um að fara varlega en ef þið eigið bókaðan tíma hjá okkur í Ljósinu og eruð ekki að treysta ykkur úr húsi þá má alltaf senda okkur póst á mottaka@ljosid.is. Við verðum í bandi í kjölfarið með nýja tímasetningu. Kærleikskveðja, Starfsfólk Ljóssins