ljosameistari

15
jún
2016

Gjöf til tækjakaupa

Í tilefni af 80 ára afmæli Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja árið 2015 ákvað stjórn þess að styrkja starfsemi Ljóssins með gjöf til tækjakaupa í endurhæfingar- og sjúkraþjálfunarsal Ljóssins. Jafnframt var gerður samningur milli samtakanna og Ljóssins um viðhald og endurnýjun tækja til ársins 2020. Formleg afhending tækjanna var miðvikudaginn 1. júní sl. í nýjum líkamsræktar- og endurhæfingarsal Ljóssins. Markmiðið með gjöfinni

Lesa meira

14
jún
2016

Fjölmenni á Pallafjöri

Margt var um manninn á Pallafjöri sem haldið var í dag, 14. júní. Vígð voru ný garðhúsgögn sem Ljósið fékk sem minningargjöf, boðið var upp á grillaðar pylsur, pastasalat og súkkulaðiköku. Fjölmennt var og frábær stemming á þessum dásamlega góðviðrisdegi. Smellið hér  til að sjá smá myndband frá gleðinni.

13
jún
2016

Tai Ji í Ljósinu

Við erum mjög ánægð að kynna TAI JI  námskeið í Ljósinu – endurhæfingar – og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda 13. til -16. júní 2016 Giuseppe Urselli* kennir gleði Tai ji æfinganna og heimspekina á bakvið þær. Markmiðið er að kynnast gleði Tai ji heimspekinnar, þjálfun og hreyfa okkur í flæðinu á milli orku jarðar og himna til að öðlast meiri sveigjanleika

Lesa meira

11
jún
2016

Útivistarhópur Ljóssins

Göngur útivistarhópsins eru skipulagðar gönguferðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins komandi miðvikudaga. Farið verður frá Ljósinu kl. 12.30 en einnig er hægt að mæta beint á bílastæðið sem gefið er upp fyrir viðkomandi göngu, rétt fyrir kl. 13.00. Umsjón með hópnum hefur Margrét Indriðadóttir sjúkraþjálfari.   15.júní – Breiðholtið Miðvikudaginn 15. júní verður gengið í kringum Efra-Breiðholtið. Mætum í Ljósið kl 12:30

Lesa meira

14
des
2015

Frístundaheimilið Neðstaland

Ljósinu var á dögunum færð peningagjöf frá Frístundaheimilinu Neðstalandi  í Fossvogi. Hressir krakkar á aldrinum 6-9 ára héldu foreldradag með hæfileikasýningu og veitingum. Fólki bauðst að setja frjáls framlög í sparibauk þar sem safnaðist álitleg upphæð.  Börnin ákváðu að Ljósið myndi njóta góðs af. Frábært framtak hjá flottum krökkum og Ljósið þakkar þeim innilega fyrir gjöfina sem kemur sér vel

Lesa meira

27
maí
2013

Golfmót til styrktar Ljósinu- endilega takið þátt…

8
maí
2013

Öflun gefur Ljósinu iPad mini

                      Þökkum innilega fyrir veittan stuðning.

27
apr
2013

Fyrirlestur/umræður fyrir foreldra sem greinst hafa með krabbamein og eiga ung börn undir 10 ára

                Fimmtudaginn 2 mai kl 20:00. Vinsamlegast skráið þátttöku í síma 561-3770

26
apr
2013

Orkan og Ljósið

Nú getur þú styrkt Ljósið og sparað í leiðinni með því að fá þér Orkulykil eða kort 😉 Þið getið nálgast kortin og lyklana hjá okkur í Ljósinu alla virka daga frá kl 08:30 – 16:00    

12
apr
2013

7-9-13 Safnar fyrir Ljósið og skorar á sjálfa sig

Unnur Guðrún Unnarsdóttir verður 45 ára þann 7. september næstkomandi og ætlar af því tilefni að hefja söfnun fyrir Ljósið undir yfirskriftinni sjö, níu, þrettán. Stefnan er að safna 791.300 kr. Unni fannst hún verða að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni af afmælinu því það ber upp á þessum degi, 7. september 2013. Móðir Unnar lést 48 ára að aldri

Lesa meira