taeki1Í tilefni af 80 ára afmæli Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja árið 2015 ákvað stjórn þess að styrkja starfsemi Ljóssins með gjöf til tækjakaupa í endurhæfingar- og sjúkraþjálfunarsal Ljóssins. Jafnframt var gerður samningur milli samtakanna og Ljóssins um viðhald og endurnýjun tækja til ársins 2020. Formleg afhending tækjanna var miðvikudaginn 1. júní sl. í nýjum líkamsræktar- og endurhæfingarsal Ljóssins.

Markmiðið með gjöfinni er að styðja grunnstarfsemi Ljóssins og gera endurhæfingu og sjúkraþjálfun aðgengilegri fyrir skjólstæðinga stofnunarinnar.

Með þessu vildu Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja veita Ljósinu viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu mikilvægs starfs við endurhæfingu og stuðning við fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.

taeki2

taeki3

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.