Frístundaheimilið Neðstaland

Ljósinu var á dögunum færð peningagjöf frá Frístundaheimilinu Neðstalandi  í Fossvogi.

Hressir krakkar á aldrinum 6-9 ára héldu foreldradag með hæfileikasýningu og veitingum. Fólki bauðst að setja frjáls framlög í sparibauk þar sem safnaðist álitleg upphæð.  Börnin ákváðu að Ljósið myndi njóta góðs af. Frábært framtak hjá flottum krökkum og Ljósið þakkar þeim innilega fyrir gjöfina sem kemur sér vel  í starfsemi Ljóssins.

 

12281920_10153590983445189_1493687319_o.jpg

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.