Opnir tímar fyrir allt fólk sem nýlega hefur greinst með krabbamein. Þátttakendur sem eru í svipuðum sporum fá fræðslu frá fagaðilum með fjölbreytta reynslu. Tækifæri gefst fyrir umræður og þannig stuðning til að takast á við breytt lífsskilyrði í kjölfar veikinda.
Markmið:
Að nýgreindir fái fræðslu, umræður og vandaða fyrirlestra ásamt stuðning til að takast á við breytt lífsskilyrði í kjölfar veikinda og létt geta undir í uppbyggingarferlinu. Þeir fagaðilar sem flytja erindi hafa allir unnið með krabbameinsgreindum og hafa víðtæka reynslu og skilning á aðstæðum þátttakenda. Umsjón með fræðslunni er í höndum iðjuþjálfa, en aðrir sérfræðingar flytja einnig erindi.
Ert þú ný/r í Ljósinu? Spjall og styrking er vettvangur til að hitta aðra í sambærilegum aðstæðum og fá stutta fræðslu um margvísleg málefni og umræður um bjargráð.
Næsta námskeið
Verður auglýst síðar
Fimmtudagar kl. 10:30 – 12:00
Umsjón: Fagaðilar í Ljósinu