Ástin á álagstímum – Áhrif krabbameins á parsambandið

eftir Áslaugu Kristjánsdóttur, Sambands- og kynlífsráðgjafa

Jafnvel bestu ástarsambönd heimsins verða fyrir áhrifum þegar annar makinn veikist af krabbameini. Sum sambönd styrkjast við það en önnur þola illa álagið.

Áslaug verður með erindi í fræðsluröðinni Samtalið heim mánudaginn 24. apríl 2023

Þegar krabbamein kemur inn í samband breytast hlutverk og ábyrgð frá því sem áður var. Maki í krabbameinsmeðferð eða endurhæfingu hefur oftar en ekki minni orku til að sinna öllum sínum hlutverkum í verkaskiptingunni. Það að missa hlutverk eða að taka á sig meiri vinnu á heimili eða utan heimilis getur verið erfitt fyrir parið. Almennt hafa breytt hlutverk áhrif á nánd og kynlíf í sambandi. Mjög pör forðast að vera náin af ótta við að valda skaða eða auknu álagi á þann veika.

 

Ástin á álagstímum

Aukið álag reynir líka á samskiptafærni. Hjálplegt er að fá maka til að ljá eyra og sýna hluttekningu en það getur valdið pirringi ef hann er stöðugt að reyna bjarga með ráðleggingum.

Samtalið heim, næsta mánudag í Ljósinu, er ætlað að hjálpa pörum að finna leiðir til að styrkja ástina á álagstíma. Þekkt er að krabbamein og meðferðir við þeim hafa áhrif á nánd, ástina og kynlíf óháð tegund meins og meðferðum. Til að takast á við sambandið þarf báða aðila enda enginn eyland í pari.

 

Áslaug Kristjánsdóttir, sambands- og kynlífsráðgjafi, færir okkur Samtalið heim mánudaginn 24. apríl. Samtalið heim er fyrirlestraröð í fyrir þjónustuþega og aðstandendur í Ljósinu, og er blanda af fræðslu og samtali svo að allir snúi heim með meiri þekkingu og skilning. Smelltu hér til að skrá þig.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.