Gefðu þínu fólki fallega og þýðingarmikla gjöf!
Þú velur upphæð og þann hluta starfsins sem þú vilt að gjöfin fari í.
Með því að smella á kaupa verður þú flutt/ur yfir á örugga greiðslusíðu Borgunar. Í kjölfarið færð þú sent rafrænt gjafabréf sem þú getur prenta út og afhent.
Unga fólkið með krabbamein – Texti á gjafabréfi
Í ár hef ég ákvðið að gefa gjöf sem skiptir mig máli.
Að greinast ungur með krabbamein er mikil áskorun. Ljósið veitir alhliða, líkamlega, andlega og félagslega endurhæfingu og stuðning og þar er lagt mikið uppúr að hafa heilbrigðismenntað starfsfólk með góða þekkingu og reynslu. Stór hluti af þjónustuþegum er ungt fólk með börn á framfæri. Þegar fólk er að koma sér upp heimili þá er fjárhagur oft þröngur. Ljósið hefur leitast við að hafa alla dagskrá ókeypis fyrir ungt fólk.
Með því að gefa gjöf í endurhæfingarstarf Ljóssins þá hjálpum við ungu fólki að komast fyrr út í lífið á ný.
Gleðileg jól.
Fjölskyldustarf – Texti á gjafabréfi
Í ár hef ég ákveðið að gefa gjöf sem skiptir mig máli.
Þessi gjöf gerir Ljósinu kleift að efla fleiri fjölskyldur sem glíma við krabbamein.
Fólk sem greinist með krabbamein hefur þörf fyrir stuðning, ekki bara fyrir sig heldur líka nánustu fjölskyldu. Krabbamein hefur mikil áhrif á alla fjölskylduna og oft eiga börn, makar og foreldrar um sárt að binda. Með því að huga að allri fjölskyldunni, efla samhug, skilning og veita bjargráð þá er hægt að létta á byrgðum sem er ómetanlegt fyrir alla aðila.
Með þessari gjöf vil ég draga úr vanlíðan og áhyggjum.
Gleðileg jól.
Styrktarupplýsingar
Styrktarreikningur Ljóssins: 0130-26-410420
Kennitala: 590406-0740
Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að styrkja Ljósið.