KVAN og Ljósið með námskeið fyrir unga aðstandendur

Ljósið í samstarfi við KVAN býður upp á námskeið fyrir 14-17 ára aðstandendur krabbameinsgreindra.

Námskeiðið hefst 10. nóvember næstkomandi, fer fram milli 19:00 og 21:30 og er þrjú skipti.

Á námskeiðinu geta þátttakendur fundið aukinn kraft, meira jafnvægi, aukið sjálfstraust og trú á eigin getu. Þau geta orðið meðvitaðari um eigin heilsu, bæði andlega og líkamlega og lært aðferðir til að viðhalda góðu jafnvægi í lífinu.

Hólmfríður Einarsdóttir, iðjuþjálfi

„Þetta sérsniðna námskeið gerir ungmennum sem eru aðstandendur kleift að vinna með hugsanir sínar og tilfinningar á uppbyggjandi og styðjandi vegu. Að vera aðstandandi á þessum aldri er krefjandi og við erum sannarlega glöð að fá KVAN með okkur í lið enda þekkt fyrir frábær námskeið fyrr ungmenni“ segir Hólmfríður Einarsdóttir, iðjuþjálfi í Ljósinu.

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Reglulega eru haldin námskeið fyrir ungmenni frá 14-17 ára. Fjölbreytni hefur verið með fyrirkomulag námskeiðsins en áhersla hefur verið lögð á fræðslu, sjálfstyrkingu og jafningjastuðning. Ljósið hefur verið meðal annars áður verið í samstarfi við Út fyrri kassann og Dale Carnegie.

Smelltu hér til að lesa meira um námskeiðið.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.