Ljósið í samstarfi við KVAN býður upp á námskeið fyrir 14-17 ára aðstandendur krabbameinsgreindra.

Á námskeiðinu geta þátttakendur fundið aukinn kraft, meira jafnvægi, aukið sjálfstraust og trú á eigin getu. Þau geta orðið meðvitaðari um eigin heilsu, bæði andlega og líkamlega og lært aðferðir til að viðhalda góðu jafnvægi í lífinu.

Á námskeiðinu verður meðal annars farið í markmiðasetningu, samskipti, tjáningu og leiðtogahæfni. Við kennum árangursríkar aðferðir í markmiðasetningu og hjálpum þátttakendum að finna út sína helstu styrkleika og hvernig þau geta skilið og nýtt þá styrkleika.

Með því að vinna út frá styrkleikum hvers og eins eykst sjálfstraustið og viðhorfið verður allt annað og betra. Við þjálfum þátttakendur í að tala fyrir framan hóp af fólki og kennum þeim einfaldar og áhrifaríkar reglur í tjáningu.

Við förum í gegnum samskiptin í okkar lífi, lærum að setja mörk og fáum tækifæri til þess að þróa leiðtogahæfni og laða fram það besta í okkur sjálfum sem og öðrum og bætum þannig árangur okkar. Með því að styrkja sjálfstraustið eru þátttakendur meðvitaðari um eigin heilsu og hafa verkfæri til þess að láta ekki kvíða, álag eða streitu ná tökum á sér.

Þátttakendur fá tækifæri til að vera besta útgáfan af sjálfum sér.

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og fer skráning fram í móttöku Ljóssins í síma 561-3770 eða í tölvupósti með því að smella hér.

Reglulega eru haldin námskeið fyrir ungmenni frá 14-17 ára. Fjölbreytni hefur verið með fyrirkomulag námskeiðsins en áhersla hefur verið lögð á fræðslu, sjálfstyrkingu og jafningjastuðning. Ljósið hefur verið meðal annars verið í samstarfi við Út fyrri kassann, Dale Carnegie og KVAN.

Yfirleitt er eitt námskeið á önn og fara námskeiðin fram einu sinni í viku eftir kl. 16 á daginn í allt að sex skipti. Mælt er með að hafa samband við Ljósið í síma 561-3770 og skrá ungmenni á lista.

Næsta námskeið

Nýtt námskeið á haustönn 2022 – Tilkynnt síðar

Miðvikudagar
Klukkan 19:00-21:30

3 skipti

Frekari upplýsingar í síma 561-3770

Skrá á námskeið