Reglulega eru haldin námskeið fyrir ungmenni frá 14-17 ára. Fjölbreytni hefur verið með fyrirkomulag námskeiðsins en áhersla hefur verið lögð á fræðslu, sjálfstyrkingu og jafningjastuðning. Ljósið hefur verið meðal annars verið í samstarfi við Út fyrri kassann og Dale Carnegie.

Yfirleitt er eitt námskeið á önn og fara námskeiðin fram einu sinni í viku eftir kl. 16 á daginn í allt að sex skipti.
Mælt er með að hafa samband við Ljósið í síma 561-3770 og skrá ungmenni á lista.

Næsta námskeið verður í samstarfi við Dale Carnegie.

Á námskeiðinu setjum við raunhæf markmið fyrir vorið og mótum framtíðina á okkar eigin forsendum. Við skoðum styrkleikana okkar og finnum eldmóðinn sem þarf til að ná sem mestum árangri. Við þjálfumst í að líta á áskoranir sem tækifæri til þess að efla okkur og ná lengra.

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og fer skráning fram í móttöku Ljóssins í síma 561-3770 eða í tölvupósti með því að smella hér.

Oft eru miklar breytingar í lífi okkar og það reynir á okkur á nýjan hátt t.d. í samskiptum við vini og fjölskyldu. Krabbamein getur svo sannarlega haft mikil áhrif á líf okkar. Það er mikilvægt að forgangsraða rétt svo við veljum það besta fyrir okkur og náum að takast á við stress og kvíða. Í gegnum örnámskeiðið eflum við einnig hugarfarið okkar og verðum betri í að finna lausnir og framkvæma í stað þess að fresta. Sjálfsmyndin styrkist við jákvæðari upplifanir af sjálfum okkur og við verðum öflugri leiðtogar í okkar eigin lífi.

Fyrir hverja
Námskeiðið er fyrir ungt fólk á aldrinum 14-17 ára sem vilja vera leiðtogar í eigin lífi, framkvæma í stað þess að fresta, auka hugrekki og líða almennt betur í eigin skinni.

Það sem við förum yfir

  • Skoðum virði þess að setja eldmóð í verkefni og leggja okkur fram, hvernig við kveikjum á þessum krafti til að ráðast á öll verkefni
  • Lærum aðferðir til að setja okkur markmið og skipuleggja okkur betur
  • Förum yfir gildi þess að vera jákvæðari og lærum að stjórna viðhorfinu okkar betur
  • Kynnumst áhrifaríkum aðferðum til að eiga frumkvæði í samskiptum og dýpka sambönd
  • Lærum mikilvægi þess að taka ábyrgð og stjórn á eigin lífi
  • Aukum sjálfstraust

Innifalið
Gullna reglubókin, tímamótaáætlun (fyrir markmiðasetningu) og aðgangur að þjálfara.

Næsta námskeið

Nýtt námskeið á vorönn 2021 

Fimmtudagar
4. og 11. febrúar
Klukkan 19:30-21:30.

Frekari upplýsingar í síma 561-3770

Skrá á námskeið