Aðstandendur ungmenni frá 14 ára

Fjölskyldan stendur frammi fyrir nýjum aðstæðum þegar einn úr fjölskyldunni greinist með krabbamein. Oftar en ekki er talað um krabbamein sem fjölskyldusjúkóm því greiningin getur valdið miklu umróti og álagi á líf allra í fjölskyldunni, ekki aðeins þess sem greinist. Hvernig einstaklingar aðlagast breytingum er mismunandi hjá hverjum og einum en hlutir geta þróast á þann veg að það er ekki alltaf sá krabbameinsgreindi sem líður verst andlega.

 

Námskeið fyrir unga aðstandendur í samstarfi við KVAN

Á námskeiðinu ættu þátttakendur að geta fundið aukinn kraft, meira jafnvægi og aukið sjálfstraust og trú á eigin getu. Þau geta orðið meðvitaðari um andlega og líkamlega heilsu, fengið verkfæri til að halda góðu jafnvægi í lífinu og leiðir til að takast á við kvíða, álag og streitu.

Á námskeiðinu verður farið meðal annars í markmiðasetningu, samskipti, tjáningu og leiðtogahæfni. Við kennum árangursríkar aðferðir í markmiðasetningu og hjálpum þeim að finna út sína helstu styrkleika og hvernig þau getur skilið og nýtt þá styrkleika. Við þjálfum þátttakendur í að tala fyrir framan hóp af fólki og kennum þeim einfaldar og áhrifaríkar reglur í tjáningu. Við förum í gegnum samskiptin í okkar lífi, lærum að setja mörk og fáum tækifæri til þess að þróa leiðtogahæfni og laða fram það besta í okkur sjálfum sem og öðrum og bætum þannig árangur okkar.

 

Á námskeiðum í Ljósinu gefst ungmennum kostur á að hitta annað ungt fólk sem er í sambærilegum sporum. Hópurinn fær fræðslu en gefst einnig kostur á að ræða reynslu sína og þá líðan sem fylgir því að eiga náinn ástvin sem greinist með alvarlegan sjúkdóm

Það er lögð áhersla á að skapa traust og trúnað til að þátttakendur geti tjáð sig óhindrað, sett orð á tilfinningar og speglað sig í jafningjum sínum. Að geta talað um það sem við óttumst getur auk þess minnkað hræðslu við hið óþekkta og auðveldað að umbera erfiðar tilfinningar.

Reglulega eru haldin námskeið fyrir ungmenni frá 14-17 ára. Fjölbreytni hefur verið með fyrirkomulag námskeiðsins en áhersla hefur verið lögð á fræðslu, sjálfstyrkingu og jafningjastuðning. Ljósið hefur verið meðal annars verið í samstarfi við Út fyrri kassann, Dale Carnegie og KVAN.

Næsta námskeið

Námskeið fyrir unga aðstandendur í samstarfi við KVAN

Ungmenni sem skrá sig á námskeiðið býðst að hafa vin með sér á námskeiðið.

Frekari upplýsingar í síma 561-3770