Skammtíma sköpun – Vorið vaknar

ATHUGIÐ: VIÐ ERUM BYRJUÐ AÐ SKRÁ Á BIÐLISTA FYRIR NÆSTA NÁMSKEIÐ

Námskeiðið Skammtíma sköpun: Vorið vaknar hefst í Ljósinu miðvikudaginn 6. maí.

Um er að ræða glænýtt námskeið þar sem náttúru, sköpun, útivist, samveru og samtali er blandað saman á skemmtilegan máta. Unnið er í litlum hópum og er markmiðið að stíga út fyrir það hversdagslega með hjálp sköpunarkrafts náttúrunnar.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþjálfi í Ljósinu og sérfræðingur í náttúrumeðferð, og Elinborg Hákonardóttir (Bogga), verkefnastjóri handverks í Ljósinu.

„Við erum ótrúlega spenntar að hrinda þessu námskeiði af stað. Í raun er þetta kjörið fyrir þær aðstæður sem ríkja í dag þar sem hóparnir eru litlir og við erum úti allan tímann. Við pössum svo auðvitað 2 metrana.“ segir Bogga.

Náttúra höfuðborgarsvæðisins er sögusvið námskeiðsins sem stendur í 4. vikur.

„Lokið augunum og hugsið til þess þegar þið voruð síðast úti í náttúrunni. Bara tilhugsunin um að vera úti kemur huganum á betri stað. Það að vera úti er frábær byrjun á að vinna í eigin líðan, sérstaklega eftir að hafa verið mikið inni undanfarnar vikur.“ segir Guðrún Friðriksdóttir.

Frekari upplýsingar um námskeiðið má finna hér.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að hafa samband við móttöku Ljóssins í síma 561-3770 eða senda póst.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.