Skammtímasköpun: Haustuppskera

Á þessu nýja fjögurra skipta námskeiði í Ljósinu heldur hópurinn út í náttúruna vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið með það að markmiði að skapa skammtímaverk í margvíslegu formi.

Skráning er hafin í móttöku Ljóssins í síma 561-3770 eða með því að smella hér.

Markmið:

Markmið með námskeiðinu er að ljósberar fái tækifæri til að halda út í náttúruna, njóta samveru, sköpunar og samtals.  Umsjón með námskeiðinu hafa Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþjálfi og Elinborg Hákonardóttir, verkefnastjóri handverks.

Dagskrá

Miðvikudagurinn 6. maí: Mæting í Ljósið – Kynning á námskeiðinu og dagskrá afhent. Stutt ganga frá Ljósinu

Næsta námskeið

Nýtt námskeið hefst 9. september 2020

Miðvikudagar kl. 10:30-12:00

  • 9. september
  • 16. september
  • 23. september
  • 30. september

4 skipti samtals – sjá efnistök hér til hliðar

Umsjón: Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþjálfi og Elinborg Hákonardóttir, verkefnastjóri

Skráning og upplýsingar í síma 561-3770