Á þessu námskeiði í Ljósinu heldur hópurinn út í náttúruna vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið með það að markmiði að spjalla saman og skapa skammtímaverk í margvíslegu formi.
Þar sem námskeiðið fer fram utandyra er mikilvægt að þátttakendur klæði sig eftir veðri. Einnig vekjum við athygli á því að þörf er á að vera búin/n að skrá sig fyrir hádegi deginum áður vegna þess að lágmarksþátttöku er krafist í hvern tíma.
Markmið:
Markmið námskeiðsins er útivera, ekki útivist. Þátttakendur fái tækifæri til að njóta samveru, sköpunargleði og samtals við aðra í sambærilegri stöðu.
Næstu námskeið
Námskeið auglýst síðar.
Umsjón: Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþjálfi og Elinborg Hákonardóttir, umsjónamaður handverks
Skráning og upplýsingar í síma 561-3770