Nýtt hús flutt á lóð Ljóssins á Langholtsvegi 47

Nú er rúmur mánuður kominn frá því að við fluttum „nýja“ húsið á lóðina okkar á Langholtsvegi. Það er óhætt að segja að við séum ennþá meir og mjúk eftir þetta dásamlega kvöld þar sem starfsfólk, vinir, ættingjar, Ljósberar, nágrannar og fleira velgjörðarfólk hjálpaðist að við að flytja húsið úr miðbænum.

Hér koma nokkrar myndir sem Ragnar Th. tók kvöldið 5. desember sem sýna hvað ein lítil hugmynd getur orðið að mögnuðu verkefni.

Takk enn og aftur allir þeir sem komu að verkinu og eru enn að vinna það með okkur!

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.