Geysir lætur gott af sér leiða – Allur ágóði af sölu jólaóróa rennur til Ljóssins

Það hafa eflaust einhverjir tekið eftir fallegu gluggaskreytingum verslanna Geysis nú á aðventunni.

Í gegnum tíðina hefur hönnun glugganna verið í höndum Þórunnar Árnadóttur vöruhönnuðar sem er hvað þekktust fyrir skemmtilegu Pyropet kertin sem hafa lýst upp heimili landsmanna, en í ár tóku stjórnendur Geysis ákvörðun um að fara skrefinu lengra og framleiða eigin Geysis-óróa eftir hönnun Þórunnar, bæði til að skreyta gluggana og sölu í búðunum, og láta allan ágóða af sölunni renna til Ljóssins.

Óróarnir eru lazer-skornir úr álplötu, gullhúðaðir koma í þrem mismunandi útgáfum: Greni, einiber og reyni.

Það er hægt að nálgast óróana í öllum verslunum Geysis en hafa ber í huga að þeir koma í takmörkuðu upplagi!

Myndir: Eydís María Ólafsdóttir

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.