Handverk – Kertaskreytingar

Nú er glatt á hjalla í Ljósinu og við notum hvert tækifærið til að setja handverkið í hátíðlegan brag.

Fram að jólum verðum við því með kennslu í því hvernig breyta má einföldum kertum í falleg listaverk. Kennslan verður í boði á miðvikudögum frá 9:30-12:30.

Við verðum með kerti á góðu verði sem og úrval af fallegum pappír. Ragnheiður verður ykkur til halds og trausts.
Við hvetjum þá sem áhuga hafa til að koma og eiga með okkur huggulega stund.

Einfalt og hátíðlegt handverk

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.