Tag: Fyrirlestur

24
apr
2018

Málþing um endurhæfingu krabbameinsgreindra

Fimmtudaginn 3. maí n.k. verður málþing um stöðu og stefnu endurhæfingar fólks sem greinst hefur með krabbamein og ber málþingið titilinn ,,Endurhæfinga alla leið“. Það er Endurhæfingarteymi krabbameinsgreindra á Landspítala, Krabbameinsfélag Íslands, Ljósið, Kraftur, Heilsustofnun NLFÍ og Reykjalundur  sem boða til málþingsins. Málþingið hefst kl. 15 og er í Hátíðarsal Hákóla Íslands. Hér er hlekkur á viðburðinn á Facebook. Dagskrá málþings:

Lesa meira

11
apr
2018

Námskeið fyrir aðstandendur 17-20 ára

Mánudaginn 23. apríl fer af stað námskeið fyrir unga aðstandendur krabbameinsgreindra. Um er að ræða 5 skipti frá kl. 19:30 – 21:30 fyrir fólk á aldrinum 17-20 ára. Á námskeiðinu sem byggt er upp á skemmtilegu hópastarfi og fræðslu mun verða leitast við að efla sjálfstraust þátttakenda, læra að takast á við erfiðleika, minnka streitu og slaka á og síðast

Lesa meira

14
mar
2018

Hugleiðsla og handverk í þriðjudagsfyrirlestrinum 27. mars n.k.

Þriðjudagsfyrirlestur marsmánaðar hefst að þessu sinni kl. 14:15 og er samkvæmt venju í húsnæði Ljóssins við Langholtsveg þann 27. mars n.k . Að þessu sinni fáum við Thelmu Björk fatahönnður og jógakennara til okkar og fjallar hún m.a. um tenginguna á milli handverks, líkama og sálar. Thelma Björk er fatahönnuður, móðir og jógakennari hún varð fyrst hugfangin af jóga og

Lesa meira

22
feb
2018

Þriðjudagsfyrirlesturinn 27. febrúar – Ingvar Jónsson

Í alla vetur höfum við í Ljósinu verið svo lánsöm að fá til okkar fjölbreyttan hóp fyrirlesara og hafa umræðuefnin verið fjölmörg og fræðandi.  Næstkomandi þriðjudag, þann 27. febrúar mun Ingvar Jónsson, alþjóða markaðsfræðingur, markþjálfi og höfundur bókarinnar ,,Sigraður sjálfan þig“ koma og vera með okkur. Ingvar þekkir á eigin skinni hvað það er að takast á við áskoranir, fara

Lesa meira

7
feb
2018

Líkamleg endurhæfing eftir brjóstaaðgerð – fyrirlestur

Mánudaginn 12. febrúar kl. 11 verður fræðslufundur í Ljósinu fyrir fólk sem fengið hefur brjóstakrabbamein. Farið verður yfir helstu fylgikvilla brjóstaaðgerða, hvernig sogæðakerfið er uppbyggt og fyrirbyggjandi ráðleggingar gefnar gegn sogæðabjúg á handlegg. Einnig verður kynntur æfingahópur sem kallaður er B hópurinn. Í þeim hóp eru konur sem greinst hafa með brjóstakrabbameina og æfa saman undir handleiðslu sjúkraþjálfara í tækjasal

Lesa meira

30
jan
2018

Námskeið fyrir nýgreindar konur að hefjast

Föstudaginn 2. febrúar hefst fyrsta námskeiðið á þessari vorönn fyrir konur sem nýlega hafa greinst með krabbamein. Námskeiðið er í átta hlutum á föstudagsmorgnum á milli kl. 9:45 -11:45. Þessi námskeið hafa hlotið afar góða dóma bæði vegna þeirrar fræðslu sem þar er í boði og einnig vegna þeirra frábæru tengsla sem oft á tíðum myndast meðal þátttakenda. Fjöldi fagaðila

Lesa meira

22
jan
2018

Betra minni á 60 mínútum?

Þriðjudagsfyrirlesturinn verður 30. janúar kl. 14 og fjallar að þessu sinni um minnið. Kolbeinn Sigurjónsson frá Betra nám kemur til okkar í Ljósið og ræðir um minnið og nokkrar leiðir til að efla það. Eflaust verður hægt að taka nokkur verkfæri með heim í farteskinu til að hjálpa sér við að muna betur. Hver er ekki til í það?

3
jan
2018

Stundaskrá vorannar 2018

Gleðilegt ár kæru vinir og bestu þakkir fyrir allt gamalt og gott. Nýtt ár leggst afskaplega vel í okkur og við sjáum fram á góða tíð með blóm í haga, fullt hús af fólki og gleði á pallinum. Það er okkur sönn ánægja að kynna til leiks nýja og þétta stundaskrá fyrir vorönn 2018. Þar má sjá tímasetningar yfir alla

Lesa meira

21
nóv
2017

Þriðjudagsfyrirlesturinn

Þriðjudaginn 28. nóvember n.k. kl. 14 ætlar Hrefna Guðmundsdóttir, MA í vinnu- og félagsfræði koma til okkar hingað í Ljósið og ræða um hamingjuna. Inn í fyrirlesturinn væri hún vís með að vefja hamingjuaukandi æfingum eins og hláturjóga og/eða Qi Gong, en hún er hláturjóga leiðbeinandi. Hrefna er höfundur bókarinnar ,,Why are Icelanders so happy?“ en BA ritgerð hennar fjallaði

Lesa meira

21
sep
2017

Fyrirlestur um jákvæðni og markmið

Þriðjudagsfyrirlestrarnir sem hófu göngu sína um síðustu áramót mæltust svo vel fyrir að ákveðið var að halda þeim áfram þennan veturinn. Fyrsti fyrirlesturinn á haustönn verður þriðjudaginn 26. september n.k. kl. 14 í húsnæði Ljóssins við Langholtsveg 43.  Þá mun dáðadrengurinn Pálmar Ragnarson koma og ræða um jákvæð samskipti, markmið og sína reynslu af því hvernig er að greinast með

Lesa meira