Síðastliðinn föstudag kom Elín Skúladóttir, skipuleggjandi ráðstefnunnar Vegan heilsa, til okkar í Ljósið og flutti erindi um rannsóknir á mataræði og heilsu og hvernig hún hafi breytt um lífsstíl í kjölfar þess að hún greindist með krabbamein. Elín sagði frá bókum og rannsóknum á mataræði í tengslum við krabbamein og meðferðir, og hvernig hún hafi tekið ákvörðun um að fá
Kæru vinir, Föstudaginn 4. október mun Elín Skúladóttir, skipuleggjandi ráðstefnunnar Vegan heilsa , koma til okkar í Ljósið með fyrirlestur um sama efni. Elín greindist með krabbamein og fór í gegnum lyfjameðferð og skurðaðgerð en samhliða því lagðist Elín í rannsóknir um vegan fæði. Elín mun segja sína sögu um breytingu hennar og fjölskyldunnar yfir í vegan fæði og varpa
Í byrjun febrúar byrjar námskeið fyrir krabbameinsgreinda karlmenn á öllum aldri hjá okkur í Ljósinu. Um er að ræða fjölbreytta fræðslu sem skilur fá umfjöllunarefni eftir óhreyfð: Líkaminn, fjölskyldulífið, streitulosun, samskipti, markmið og framtíðarsýn er meðal fjölmargra umræðuefna sem eru tekin fyrir á fundunum. Á námskeiðinu sláum við einnig á léttari strengi og gefum þátttakendum tækifæri til að spjalla við
Nú er stundaskráin fyrir vorið 2019 tilbúin. Eins og áður verða dagarnir fullir af spennandi námskeiðum, fyrirlestrum, handverki og hreyfingu. Stundaskráin hefur að geyma tímasetningar yfir alla þá tíma sem í boði eru í hreyfingu bæði hér í húsi og hjá Hreyfingu í Glæsibæ, handverki, námskeiðum, fræðslu og fyrirlestrum. Um er að ræða tugi dagkrárliða sem eru í boði í
Þriðjudaginn 25. september nk. verður Margrét Indriðadóttir sjúkraþjálfari Ljóssins með fyrirlestur um sogæðabjúg. Á fyrirlestrinum fer Margrét yfir helstu kvilla brjóstaaðgerða, uppbyggingu sogæðakerfisins og gefur fyrirbyggjandi ráðleggingar gegn sogæðabjúg á handlegg. Margrét hefur um langt skeið sinnt B-hópnum svokallaða hér í Ljósinu, en það er hópur fólks sem greinst hefur með krabbamein í brjósti. Hún hefur því víðtæka og mikla
Nú þegar sumarið á að vera komið eða júní er allavega komin samkvæmt dagatalinu þá verða gjarnan smávægilegar breytingar á stundaskránni okkar hér í Ljósinu. Til að sjá nýuppfærða dagskrá, smelltu hér. En svo að við stiklum aðeins á stóru þá verður sú breyting á jóganu að einn tími verður á þriðjudögum og fimmtudögum í stað tveggja áður og verður
Miðvikudaginn 23. maí n.k. verður boðið upp á tveggja tíma námskeið í Ljósinu og ber námskeiðið yfirskriftina ,,Virkjaðu orkuna til lífsgæða og árangurs“. Á námskeiðinu verður leitast við að kenna þátttakendum að nota dagbók til að hjálpa við forgangsröðun og minnka þannig líkur á að álag og stress taki völdin. Markmiðið er að hámarka líkur á að hver dagur verði
Þriðjudagsfyrirlesturinn flyst yfir á mánudag nú maí en það er alltaf gott að breyta aðeins til. Það er garðyrkjufræðingurinn Guðríður Helgadóttir, Gurrý sem kemur til okkar mánudaginn 14. maí kl. 14 og hún ætlar að fjalla um matjurta – og grænmetisræktun kannski með smá sumarblóma ívafi. Allir sem hafa gaman af því að moldvarpast eru hvattir til að mæta því
Ljósið var einn af þeim aðilum sem stóðu að málþingi um endurhæfingu krabbameinsgreindra sem fram fór í hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 3. maí sl. Þetta er í fyrsta sinn sem allir þeir sem standa að endurhæfingu krabbameinsgreindra koma saman og ræða málin opinskátt. Allir endurhæfingaraðilarnir eru sammála því að mikil þörf sé á að samræma og skilgreina allt ferlið þegar
Ákveðið hefur verið að hafa lokað í Ljósinu frá kl. 13, fimmtudaginn 3. maí vegna málþings um stöðu og stefnu enduhæfingar fólks sem greinst hefur með krabbamein. Hefðbundin dagskrá verður í handverki og hreyfingu til kl. 12 og eldhúsið opið til kl.13. Föstudaginn 4. maí verður alveg lokað í Ljósinu en við verðum hér aftur spræk og hress mánudaginn 7.