Fyrirlestur um ræktun mánudaginn 14. maí kl. 14

Þriðjudagsfyrirlesturinn flyst yfir á mánudag nú maí en það er alltaf gott að breyta aðeins til. Það er garðyrkjufræðingurinn Guðríður Helgadóttir, Gurrý sem kemur til okkar mánudaginn 14. maí kl. 14 og hún ætlar að fjalla um matjurta – og grænmetisræktun kannski með smá sumarblóma ívafi.

Allir sem hafa gaman af því að moldvarpast eru hvattir til að mæta því það er fátt meira afslappandi og nærandi en að vera með fingurna á kafi í moldinni.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.