Á vegum Ljóssins eru nokkrir hópar sem hittast reglulega, ýmist með eða án starfsmanns frá Ljósinu.
Konur 46 ára og eldri
Jafningjahópur fyrir konur á aldrinum 46 ára og upp úr sem greinst hafa með krabbamein. Starfar undir leiðsögn fagfólks.
Karlmenn 46 ára og eldri | Strákarnir
Jafningjahópur fyrir karlmenn á aldrinum 46 ára og eldri sem greinst hafa með krabbamein.
Konur 16-45 ára
Jafningjahópur fyrir konur á aldrinum 16-45 ára og upp úr sem greinst hafa með krabbamein. Starfar undir leiðsögn fagfólks.
Karlmenn 16-45 ára
Jafningjahópur fyrir karlmenn á aldrinum 16-45 ára sem greinst hefur með krabbamein.
Fólk með langvinnt krabbamein
Jafningjahópur fyrir langveika er ætlaður þeim sem þurfa að lifa með krabbamein.
Leshópur
Leshópur Ljóssins er tilvalinn fyrir þá sem njóta þess að hitta aðra bókaorma og vilja hvatningu til að lesa örlítið meira en venjulega.
Peer group in english
Peer group for people that live in Iceland but were born elsewhere. The group is conducted in English but the participants originally come from all over the world.
Ungt fólk
Jafningjahópur fyrir mjög ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein. Aldursbilið er ekki þröngt skilgreint en fagaðilar meta með hverjum og einum hvort hópurinn gæti hentað þeim.