Í Ljósinu er starfandi jafningjahópur fyrir konur á aldrinum 46 ára og eldri sem greinst hafa með krabbamein.
Reynsla okkar sýnir fram á mikilvægi þess að skapa vettvang fyrir fólk sem hefur gengið í gegnum svipaða lífsreynslu til að koma saman og deila upplifun sinni. Að hitta jafningja, sem hafa innsýn í líðan, hugsanir og þau líkamlegu einkenni sem eru fylgifiskar krabbameins, getur hjálpað til við að takast á við nýjan veruleika.
Markmiðið með hópnum er að er að hitta aðra sem eru í svipaðri stöðu og gera eitthvað skemmtilegt saman. Einnig að vera stuðningur fyrir hvor aðra, deila reynslu og miðla góðum ráðum, fá fræðslu og ráðgjöf frá fagaðilum og njóta samveru með skemmtilegu fólki.
Hópurinn hittist reglulega ýmist í Ljósinu eða úti í bæ.
Vekjum einnig athygli á lokuðum hópi á Facebook þar sem upplýsingar um næstu fundi og fleira skemmtilegt er að finna.
Helstu upplýsingar
Fyrir hverja: Konur, 46 ára og eldri, sem greinst hafa með krabbamein
Umsjón: Fagfólk Ljóssins
Jafningjahópur kvenna hittist einu sinni í mánuði utan Ljóssins. Þá er farið á ýmsa viðburði eða í heimsóknir.
Þessi hópur er með samfélag á Facebook