Í Ljósinu er starfandi jafningjahópur fyrir mjög ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og samsvarar sig ekki við jafningjahópa fyrir fólk undir 45 ára, þar sem er mikið af fólki sem er jafnvel heilli kynslóð eldra og á allt öðrum stað í lífinu. Aldursbilið er því ekki þröngt skilgreint en fagaðilar meta með hverjum og einum hvort hópurinn gæti hentað þeim.
Hópurinn starfar undir leiðsögn fagfólks Ljóssins; iðjuþjálfa og sálfræðings.
Reynsla og rannsóknir sýna að jafningjastuðningur getur skipt sköpum við að hjálpa fólki að takast á við krabbameinsferlið. Lagt er upp úr því að hópmeðlimir fái vettvang til að spjalla saman, deila reynslu sinni, fá innsýn í upplifun annarra og fá góð ráð frá öðrum í svipaðri stöðu en einnig að hópurinn geri reglulega skemmtilega hluti saman, með það að markmiði að auka úthald og þol í félagslegum aðstæðum og einfaldlega gleyma sér og hafa gaman. Hittingarnir eru því ýmist kósí spjall hittingar eða skemmtilegt hópefli.
Við vekjum athygli á lokuðum hópi á Facebook þar sem ákveðið er í samráði við meðlimi hópsins hvað við gerum næst og hvenær við gerum það.
Helstu upplýsingar
Umsjón: Kristín Hulda, sálfræðingur og Kolbrún Halla, iðjuþjálfi
Þessi hópur er með samfélag á Facebook,
smelltu hér til að sækja um inngöngu