Leshópur

Leshópur Ljóssins er hugsaður fyrir Ljósbera sem hafa gaman af bóklestri.

Hópurinn hittist vikulega og ræðir bækur sem valdar hafa verið af hópnum. Allir eru að lesa sömu bókina á hverjum tíma, 50 – 150 síður á viku eftir því hver geta meðlima er hverju sinni og hversu spennandi bókin er. Það er ekki nauðsynlegt að koma alltaf lesin/nn en því fleiri sem lesa því skemmtilegri verða umræðurnar.

Sú sem fer fyrir hópnum heitir Elín Stephensen sérkennari.

Endilega skráið ykkur í síma 561-3770.

Helstu upplýsingar

Fyrir hverja: Bókaorma í Ljósinu

Hvenær: Mánudagar kl. 13:30-14:30

Hvar: Café Milano

Umsjón: Elín Stephensen, sérkennari