Karlmenn með blöðruhálskrabbamein – yngri karlmenn

Yngri karlmenn með blöðruhálskirtilskrabbamein undir ca. 65 ára.

Fundir haldnir einu sinni í mánuði þriðjudagar frá kl:17.00 – 19.00.

Sú ósk kom fram hjá yngri karlmönnum sem hafa greinst með blöðruhálskirtilskrabbamein og eru í þjónustu Ljóssins að þeir fái tækifæri til að hittast, spjalla saman og fræðast.

Dagskrá haustfunda væntanleg.

Jakob Garðarsson kennari stýrði fundinum.

Ungir blöðruhálsar eru með Facebook hóp þar sem hægt er að fylgjast með og spjalla. Smelltu hér til að finna hópinn.

 

Fyrsti fundurinn var haldinn 6. mars 2014 og tókst í alla staði vel.

Meðal málefna sem rædd voru:

  • Menn greindu frá sínum málum hver fyrir sig á einlægan hátt og ýmis mál voru rædd.
  • Sjúkratryggingarmál krabbameinsgreindra, niðurgreiðslur lyfja.
  • Niðurstöður rannsókna að fá þær eins fljótt og hægt er þegar þær liggja fyrir.
  • Hugmyndir ræddar um að fá sérfræðinga á ýmsum sviðum til að spjalla við.
  • Ef þú hefur áhuga á að koma, láttu okkur þá vita í síma 5613770

Helstu upplýsingar

Fyrir hverja: Karlmenn undir ca 65 ára með krabbamein í blöðruhálskirtli

Hvenær: Mánaðarlega á þriðjudögum, kl. 17:00-19:00

Umsjón: Jakob Garðarsson