Ný dagskrá fyrir maí/júní 2016 sjá hér
Við í Ljósinu ætlum að hjálpa þér til þess. Útihópur sem leggur áherslur á styrktaræfingar, skokk og hlaup fer af stað fimmtudaginn 28. apríl nk. kl 15:30 Við í Ljósinu yrðum afskaplega þakklát ef hópurinn myndi skrá sig inná hlaupastyrkur.is og hlaupa fyrir Ljósið í Reykjavíkurmaraþoni þann 20. ágúst nk., hvort sem það eru Ljósberar, aðstandendur, starfsfólk eða aðrir.
Yndislegt fyrir okkur öll sem stöndum að Ljósinu Verðlaunafé fyrir sjálf samfélagsverðlaunin er 1,2 milljónir króna.Tilnefningin var eftirfarandi: Félagasamtök sem hafa unnið framúrskarandi mannúðar- eða náttúruverndarstarf og lagt sitt af
Kennsla í slökun miðvikudagana 30. mars og 6 apríl 2016 kl. 10:30 -12:00. – SKRÁNING Í SÍMA 5613770 Fyrri tími: Kennd verður róandi öndun og einföld slökunartækni Síðari tími: Kennd verður sjónsköpun. Í lok hvors tíma er hópslökun sem byggir á aðferðum dáleiðslu. Markmiðið er að þátttakendur læri aðferðir (róandi öndun og slökun) til að hafa áhrif á líðan sína. Um
Við sýnum samstöðu hér í Ljósinu og tökum þátt, endilega látið sjá ykkur – hver veit nema eitthvað gómsætt verði á borðum. Hlökkum til að sjá ykkur. MOTTUDAGURINN 11. MARS Föstudaginn 11. mars 2016 hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn, konur og karla, til að halda upp á Mottudaginn með því að leyfa karlmennskunni að skína sem aldrei fyrr! Á Mottudeginum látum
Erna Magnúsdóttir ásamt Þórði og Auðunn, sem eru upphafsmenn af söfnuninni fyrir Ljósið Fimmtudaginn 25.febrúar sl komu Líknar-og styrktarsjóður Oddfellowreglunnar í Ljósið og var formleg afhending á viðbyggingu og breytingum á húsnæðinu okkar. (Fleiri myndir hér) Margir góðir gestir mættu á svæðið og þökkum við þeim innilega fyrir komuna. Það komu gjafmildir gestir og má þar nefna Guðmund Sigurjónsson
Omnom í heimsókn með fyrirlestur. Mánudaginn 15. feb. kl. 14:05 Kjartan Gíslason einn af eigendum Omnomchocolate kemur og fræðir okkur um súkkulaðigerðina, en súkkulaðið hefur slegið í gegn hér á Íslandi sl. ár. Við verðum með sambland af fyrirlestri um vinnsluna og smakki á súkkulaði. Namm namm…. Gott að vita hve margir hafa áhuga…skráning í síma 5613770
Ljósið stendur nú fyrir söfnun á Ljósavinum, þú gætir fengið símtal. Sem Ljósavinur greiðir þú ársgjald að upphæð 3.500, og styrkir starfsemi Ljóssins. Það er einnig hægt að skrá sig sem Ljósavin hér inná síðunni. Allir styrkir fara beint í endurhæfinguna og hjálpar þannig til við að efla lífsgæði krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra.