Fréttir

30
okt
2016

Útivistarhópur 2. nóvember – Lækjarbotnar

Miðvikudagur 2.nóvember –  Lækjarbotnar Við leggjum af stað frá Ljósinu kl 12.30 þar sem við getum sameinast í bíla, eða hittumst á bílastæðinu við Waldorfskólann Lækjarbotnum kl. 13:00. Beygt til hægri út af þjóðvegi 1 og keyrt upp að Waldorfskólanum. Gengið verður um Lækjarbotna. Klæðið ykkur eftir veðri. Svo skimum við fyrir góðu kaffihúsi eftir gönguna. Hlökkum til að sjá

Lesa meira

26
okt
2016

Námskeið fyrir nýgreindar konur

Vegna mikillar aðsóknar þá byrjum við nýtt námskeið fyrir konur sem eru að greinast í fyrsta skipti, eða greindust á sl. ári með krabbamein. Námskeiðið hefst mánudaginn 31. október kl. 10:00-12:00. Markmið: Farið yfir þá reynslu og viðbrögð við að greinast með krabbamein og þeirri meðferð sem því fylgir. Markmið hópsins er einnig að kynnast jafningjum í svipaðri stöðu. Fræðsla um

Lesa meira

20
okt
2016

Útivistarhópur 26. október

Miðvikudagur 26.okt    Álafosshvos – Varmá Við leggjum af stað frá Ljósinu kl 12.30 þar sem við getum sameinast í bíla, eða hittumst á bílastæðinu við Álafosshvosina kl:13.00. Við ætlum að ganga frá Álafosshvosinni og meðfram Varmá og nágrenni. Klæða sig eftir veðri, við eigum að vera laus við mikinn vind en eins og við finnum þá hefur kólnað nokkuð

Lesa meira

8
okt
2016

Mamma veit best

Í október rennur 10% af hverri keyptri flösku af Neera til styrktar Ljóssins.

7
okt
2016

Útivistarhópur 12. október

Öskjuhlíð – Perlan Við leggjum af stað frá Ljósinu kl. 12:30 þar sem við getum sameinast í bíla, eða hittumst á bílastæðinu við Perluna kl:13.00. Við ætlum að ganga um Öskjuhlíðina, verið vel klædd því veðurspáin sýnir rigningu og nokkurn vind. Svo kíkjum við á kósi stað í kaffi eftir gönguna. Hlökkum til að sjá ykkur.

4
okt
2016

Útivistarhópur 5. október

Athugið !! Vegna leiðinlegrar vindaspár fyrir miðvikudaginn 5.okt, höfum við ákveðið að færa gönguna í Elliðárdalinn. Við ætlum að hittast við Rafveituhúsið kl:13.00 eða getum sameinast í bíla í Ljósinu kl:12.30. Reykjadalur í Mosfellsbæ > færum okkur í Elliðárdalinn. Við leggjum af stað frá Ljósinu kl 12.30 þar sem við getum sameinast í bíla, eða hittumst á bílastæði innst í Reykjadalnum.

Lesa meira

3
okt
2016

Breytingar á Body Balance

Við bendum á að BODY BALANCE í Hreyfingu fyrir Ljósbera færist frá og með 6. okt yfir á fimmtudaga kl. 13:10. Næsti tími verður því ekki þriðjudaginn 4. október heldur á fimmtudaginn 6. október kl. 13:10.

24
sep
2016

Útivistarhópur 28. september

28. september: Reynisvatn Við leggjum af stað frá Ljósinu kl 12.30 þar sem við getum sameinast í bíla eða hittumst við Sæmundarskóla í Grafarholti. Ekinn er Vesturlandsvegurinn þar til komið er að mislægu gatnamótunum sem liggja yfir í Grafarholt. Við beygjum þá til hægri inn á Reynisvatnsveginn og síðan aftur til hægri inn Jónsgeisla við fyrsta hringtorg sem komið er

Lesa meira

20
sep
2016

Út fyrir kassann – námskeið fyrir 14-16 ára

Sjálfstyrking fyrir 14 – 16 ára ungmenni sem eiga aðstandendur með krabbamein. Ljósið fer nú í samvinnu við fyrirtækið „Út fyrir kassann“ og býður upp á námskeið sem ætluð eru ungmennum 14-16 ára sem eiga aðstandendur með krabbamein. Námskeiðið verður á þriðjudögum kl. 19:30-21:00 í fjórar vikur og hefst 25. október. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Bjarni Fritzson og Kristín

Lesa meira

20
sep
2016

Hreyfing og Ljósið

Nýtt námskeið, Hreyfing og ljósið, er nýtt námskeið fyrir konur og karla sem eru útskrifuð frá Ljósinu en vilja halda áfram að stunda uppbyggjandi og endurnærandi þjálfun með fyrri félögum úr Ljósinu. Námskeiðið stendur í fjórar vikur og hefst 29. september. Umsjón með þjálfun hefur Sandra Árnadóttir, sjúkraþjálfari og fagstjóri í Hreyfingu.   Nánari upplýsingar og skráning á hreyfing.is.