hvaleyrarvatnÚtivistargangan 7. september: Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði

Við höldum áfram að njóta veðurblíðu og yndislegrar náttúru með gönguferð við Hvaleyrarvatn. Við leggjum af stað frá Ljósinu kl 12.30 þar sem við getum sameinast í bíla eða hittumst á fyrsta bílastæði við Hvaleyrarvatn kl. 13.00.

Ekinn er Kaldárselsvegur og rétt áður en komið er að Hestamiðstöð Íshesta er afleggjari til hægri inn á Hvaleyrarvatnsveg sem liggur niður að vatninu.

Allir sem treysta sér til þess að ganga rösklega í að minnsta kosti eina klukkustund eru hjartanlega velkomnir.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.