Vilt þú eignast landsliðstreyju íslenska karlalandsliðsins í fótbolta? Nú geta allir tekið þátt í góðgerðarlottói Charityshirts.is og átt möguleika á að eignast treyju sem Jón Daði Böðvarsson lék í þegar Ísland keppti við Frakkland í október 2019. Miðinn í lottóinu kostar einungis 1000 krónur og rennur öll upphæðin sem safnast í starf Ljóssins. Dregið verður 12. október. Af hverju Ljósið?
Húsnæði Ljóssins er nú einungis opið þeim sem eiga bókað í dagskrárliði og viðtöl hjá fagaðilum. Handþvottur og spritt eru kjarninn í einstaklingsbundnum sóttvörnum og við minnum því alla á að þvo hendur eða spritta þegar komið er í húsnæði Ljóssins. Við biðjum alla um að setja upp grímu við komu í Ljósið og minnum á að ef beðið er
Föstudaginn 2. október setjum við tíma í tækjasal fyrir fólk á aldrinum 16-45 ára aftur á dagskrá. Tímarnir verða mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá klukkan 11:00-12:00. Enn er þörf á að skrá sig og er það gert í móttöku Ljóssins í síma 561-3770.
Kæru vinir, Frá og með miðvikudagskvöldinu 23. september og fram á fimmtudag 24. september er unnið að uppfærslu á vef Ljóssins. Við biðjum ykkur velvirðingar ef einhverjir hnökrar verða á upplifun á vefnum. Ef einhverjar spurningar um þjónustu okkar vakna á þessum tíma og frekari upplýsinga er þörf má alltaf hafa samband við okkur í síma 561-3770.
Lögreglumennirnir Baldvin Viggósson og Oddur Ólafsson færðu í dag Ljósinu veglegan styrk fyrir hönd Líknar- og hjálparsjóðs Landssambands lögreglumanna. Styrkurinn mun fara í uppbyggingu útisvæðis við nýja húsið á Langholtsvegi en þar mun rísa flottur pallur með heitum potti. Til stendur að hefjast handa við framkvæmdina á næstunni. Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, veitti styrknum viðtöku og gekk með Oddi og
Á fallegu heimili á Selfossi býr Ester Halldórsdóttir, kraftmikil þriggja barna móðir, stjúpmóðir og átta barna amma, ásamt eiginmanni sínum og hundinum Skugga. Ester er ein þeirra fjölmörgu sem sótt hefur endurhæfingu í Ljósið en hún byrjaði í þjónustu í maí 2019, þremur mánuðum eftir að hafa greinst með krabbamein í brjósti. Líkt og sögur allra okkar ljósbera, lýsir frásögn
Við höldum áfram að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja áframhaldandi endurhæfingarstarf í Ljósinu samhliða Covid-19. Við minnum ljósbera, aðstandendur og aðra gesti í Ljósið á að ef beðið er eftir eigin niðurstöðum úr Covid-19 skimun eða ef maki eða annar fjölskyldumeðlimur bíður eftir niðurstöðu úr skimun fyrir Covid-19, gilda reglur um sóttkví og þurfa allir
Útskrifaðir þjónustuþegar Ljóssins og aðstandendur þeirra fá nú 40% afslátt af mælingu á líkamssamsetningu og einstaklingsmiðaðri ráðgjöf hjá Margréti Indriðadóttur fyrrum sjúkraþjálfara og íþrótta- og heilsufræðingi í Ljósinu. Mælingar á líkamssamsetningu eru mikilvægur liður í líkamlegri endurhæfingu í Ljósinu og hefur einstaklingsbundin ráðgjöf í tengslum við mælingarnar verið mörgum Ljósberum vegvísir að betri lífsstíl. Eftir útskrift frá Ljósinu eru mjög
Í samstarfi við Dale Carnegie bjóðum við 14-17 ára ungmenni sem greinst hafa með krabbamein eða eru aðstandendur, velkomin á tveggja skipta námskeið 1. og 8. október. Á námskeiðinu setjum við raunhæf markmið fyrir veturinn og mótum framtíðina á okkar eigin forsendum. Við skoðum styrkleikana okkar og finnum eldmóðinn sem þarf til að ná sem mestum árangri. Við þjálfumst í
Fáðu hjálp við að skilgreina markmið þín og aðstoð við að ná þeim! Nú eru bókanlegir tímar hjá Matta Ósvald, heilsuráðgjafa og vottuðum PCC markþjálfa, á miðvikudögum og föstudögum og hjá Ingibjörgu Kr. Ferdinands, markþjálfa, á fimmtudögum og föstudögum. Endurhæfingarferlið felur í sér margar áskoranir og er kjörið tækifæri til þess að hrista upp í vananum og setja stefnuna í