Fréttir

15
okt
2019

Lokað í Ljósinu föstudaginn 18. október

Föstudaginn 18. október ætlar starfsfólk Ljóssins að efla liðsheildina og því verður lokað í Ljósinu þann daginn. Það er partur af starfsmannastefnu Ljóssins að tryggja góðan anda meðal starfsmanna og styrkja teymisvinnu en það skilar sér í enn betri þjónustu til Ljósbera og aðstandenda. Árlegt hópefli starfsfólks Ljóssins er partur af því starfi. Við opnum aftur mánudaginn 21. október.

14
okt
2019

Alexandra Helga safnaði 600 þúsund krónum fyrir Ljósið

Við segjum það oft í Ljósinu að við séum umkringd dásamlegu fólki sem geri það að verkum að endurhæfingarstarfið blómstri líkt og það gerir. Alexandra Helga er ein af þeim en í byrjun september ákvað hún að taka til í fataskápnum og halda í Trendport, sem er vettvangur fyrir fólk sem vill selja notaðar flíkur, með það að markmiði að

Lesa meira

7
okt
2019

Góð mæting á fyrirlestur um vegan heilsu

Síðastliðinn föstudag kom Elín Skúladóttir, skipuleggjandi ráðstefnunnar Vegan heilsa, til okkar í Ljósið og flutti erindi um rannsóknir á mataræði og heilsu og hvernig hún hafi breytt um lífsstíl í kjölfar þess að hún greindist með krabbamein. Elín sagði frá bókum og rannsóknum á mataræði í tengslum við krabbamein og meðferðir, og hvernig hún hafi tekið ákvörðun um að fá

Lesa meira

1
okt
2019

Fræðsla – Líkamleg endurhæfing eftir aðgerð á brjósti

Fimmtudaginn 7. nóvember munu þjálfarar Ljóssins bjóða upp á fræðslu fyrir konur sem hafa farið eða eru að fara í skurðaðagerð á brjóstasvæði vegna krabbameins. Fjallað verður um líkamlega endurhæfingu, hreyfingu og þjálfun og hvað beri að passa upp á í framhaldi aðgerða á brjóstum. Rætt verður um breytingar sem eiga sér stað á líkamanum og um mögulega fylgikvilla aðgerða

Lesa meira

30
sep
2019

Námskeiðsgjöld felld niður í Ljósinu

Í kjölfar metsöfnunar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ár tók stjórn Ljóssins ákvörðun um að leyfa þeim sem sækja endurhæfingu í Ljósið finna strax fyrir velvild þjóðarinnar með því að fella niður öll námskeiðsgjöld Ljósbera þessa önnina. „Þetta er einstakur árangur og vandfundið að finna svo mikinn samhug.“ segir Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, og segir að einnig muni unga fólkinu vera

Lesa meira

25
sep
2019

Gjöf til Ljóssins

Margt smátt gerir eitt stórt! Í gegnum árin hefur Fjalar Hauksson fundið hversu miklu máli starf Ljóssins skiptir en móðir hans, Hrefna Sigurðardóttir, hefur sótt margvíslega þjónustu til okkar á Langholtsveginn. Í ár fagnaði Fjalar fertugsafmæli sínu og ákvað að því tilefni að afþakka allar gjafir og fá vini og vandamenn frekar til þess að gefa til starfs Ljóssins. Í vikunni

Lesa meira

16
sep
2019

Gleðifréttir af starfssemi Ljóssins

Kæru vinir, Það er með mikilli gleði sem við segjum ykkur frá því að heil­brigðisráðherra hef­ur falið Sjúkra­trygg­ing­um Íslands að gera  þjón­ustu­samn­ing við Ljósið um end­ur­hæf­ing­arþjón­ustu við fólk sem greinst hef­ur með krabba­mein. Fjár­mögn­un Ljóss­ins hef­ur hingað til byggst á styrk­fram­lagi frá Vinnu­mála­stofn­un og heil­brigðisráðuneyt­inu til eins árs í senn og söfn­un­ar­fé, en með þessu breytta flæði fjármagns frá ríkinu

Lesa meira

16
sep
2019

Fyrirlestur um vegan heilsu í Ljósinu

Kæru vinir, Föstudaginn 4. október mun Elín Skúladóttir, skipuleggjandi ráðstefnunnar Vegan heilsa , koma til okkar í Ljósið með fyrirlestur um sama efni. Elín greindist með krabbamein og fór í gegnum lyfjameðferð og skurðaðgerð en samhliða því lagðist Elín í rannsóknir um vegan fæði. Elín mun segja sína sögu um breytingu hennar og fjölskyldunnar yfir í vegan fæði og varpa

Lesa meira

4
sep
2019

Uppskeruhátíð Reykjavíkurmaraþons 2019

Það var kátt á hjalla í gær þegar Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íslandsbanki buðu góðgerðafélögum og öðru góðu fólki í létta uppskeruhátíð í kjölfar Reykjavíkurmaraþons 2019. Frá Ljósinu mættu Erna Magnúsdóttir, forstöðumaður, og Sólveig Kolbrún Pálsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri, til þess að taka móti viðurkenningu en Ljósið safnaði mest allra félaga í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2019. Lokaupphæðin, þegar einnig höfðu verið taldar

Lesa meira

31
ágú
2019

Ný stundaskrá Ljóssins tekur gildi mánudaginn 2. september

Ný stundaskrá tekur gildi 2. september en þar, eins og alltaf, bjóðum við upp á úrval námskeiða, handverks, líkamsræktar og stuðnings. Smellið hér til þess að skoða nýju stundaskránna en nú má sjá dagskránna á tveimur síðum. Sálfélagslega endurhæfingu má sjá á fyrri síðunni og líkamlega endurhæfingu á þeirri seinni. Við bendum ykkur sérstaklega á að lesa um breytt fyrirkomulag

Lesa meira