Fréttir

5
jún
2019

Jóga í Ljósinu í sumar

Á miðvikudögum og föstudögum í sumar mun Eyrún Ólöf Sigurðardóttir leiða jógatíma í Ljósinu. Eyrún hefur iðkað jóga og hugleiðslu síðan hún var unglingur og lærði hatha og vinyasa-kennslu í Jógastúdíó. Tímarnir samanstanda af jógateygjum og öndunar- og styrktaræfingum, og eru með jóga nídra ívafi. Reynsla af jóga er ekki nauðsynleg. Tímarnir hefjast klukkan 9:30 og við hlökkum til að

Lesa meira

31
maí
2019

Þjálfarar í fríi – Uppfært – Komin afleysing

Við flytjum ykkur þær gleðifréttir að við erum komin með afleysingu í tímum í líkamsræktarsal Ljóssins sem og í Hreyfingu á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, á meðan þjálfarar Ljóssins fara í námsferð vikuna 11.-14. júní. Þetta þýðir að einungis tímar fyrir konur á aldrinum 20-45 ára falla niður þá vikuna. GAMALT: Þjálfarateymið í Ljósinu fer í fræðsluferð vikuna 10-14 júní

Lesa meira

28
maí
2019

Nýtt í sumar – Spjall og styrkur

Á fimmtudögum í sumar milli 10:30-12:00 munum við bjóða nýjum meðlimum í endurhæfingunni upp á fræðslu og stuðning. Markmiðið er að nýgreindir fái fræðslu, umræður og vandaða fyrirlestra ásamt stuðning til að takast á við breytt lífsskilyrði í kjölfar veikinda og létt geta undir í uppbyggingarferlinu. Skráning er hafin í móttöku en frekari upplýsingar má finna hér.

28
maí
2019

Fjör á pallinum 4. júní

Við fögnum sumrinu með bros á vör þriðjudaginn 4. júní þegar árlega pallafjörið okkar fer fram. Boðið verður upp á dásamlegan grillaðan mat og skemmtiatriði milli 12:00 – 14:00 Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

27
maí
2019

Dásamlegir dvergar til sölu

Magnús Steingrímsson, ljósberi og listamaður, hefur verið ötull styrktaraðili Ljóssins í gegnum árin. Hann hefður gefið okkur földan allan af fallegum hlutum sem tálgaðir hafa verið úr tré sem við höfum selt í Ljósinu. Margir kannast við jólasveinana flottu sem hafa verið vinsælir fyrir hver jól. Nú hefur Magnús bætt við þessum virkilega skemmtilegu dvergum og eru þeir nú til

Lesa meira

21
maí
2019

Kynning á vörum frá Eirberg

Þriðjudaginn 28. maí verður kynning í Ljósinu á vörum og þjónustu frá Eirberg. Kynningin verður í húsnæði Ljóssins við Langholtsveg 43 á milli kl. 14-15 Meðal þess sem fjallað verður um: -Ermar og æfingar til að fyrirbyggja og meðhöndla sogæðabjúg -Kynning á íþróttaskóm og compression íþróttabuxum -Sundföt og sundskór -Létta brjóstið frá Amoena -Þung ábreiða frá Protac -Sturtukollar -Skynörvun frá

Lesa meira

20
maí
2019

Fótaaðgerð á sérverði

Margrét Sigurðardóttir, fótaaðgerðarfræðingur býður sérverð til ljósbera. Greiddar eru 8000 krónur fyrir tímann, sem annars ætti að vera á 11.500 krónur. Gengið er frá greiðslu í afgreiðslu Ljóssins en þjónustan fer fram á Fótaaðgerðastofunni Engjateigi 17-19 þar sem Margrét starfar.  Öll sala þessara tíma rennur óskipt til Ljóssins.

20
maí
2019

Veiðiferð Ljóssins föstudaginn 24. maí

Föstudaginn 24. maí höldum við í árlega veiðiferð Ljóssins! Eins og áður þá stefnum við að Vífilstaðavatni í Garðabæ. Lagt verður af stað frá Ljósinu um kl: 12:30 og eins er hægt að hittast við syðra bílaplanið við vatnið um kl. 13. Þeir sem eiga stangir eru hvattir til að taka þær með, en við verðum með auka stangir fyrir

Lesa meira

10
maí
2019

Nýjir æfingartímar fyrir ungar konur 20-45 ára í æfingasal Ljóssins

Næstkomandi miðvikudag, klukkan 10:00-11:00 hefjum við nýja tíma fyrir konur á aldrinum 20-45 ára í tækjasal Ljóssins. Birna Markúsdóttir íþróttafræðingur leiðir tímana sem henta mjög vel þeim sem eru í lyfjameðferð og/eða geta/vilja ekki æfa í líkamsræktarstöð en vilja stunda styrktar- og þolþjálfun undir handleiðslu þjálfara. Engin barnagæsla er í boði en smábörn (undir 1 árs aldri) eru velkomin með

Lesa meira

8
maí
2019

Vitundarvakning um Ljósið hefst í dag

Kæru vinir, Í dag 8. maí klukkan 15:30, hrindum við af stað vitundarvakningu. Markmiðið með þessari herferð er að vekja athygli á starfi Ljóssins og safna samhliða fleiri mánaðarlegum Ljósavinum til að styðja við starfið. Það er okkur mikill heiður að Eliza Reid, forsetafrú, mun formlega hrinda herferðinni af stað en það væri okkur sönn ánægja ef þið sæjuð ykkur

Lesa meira