Af öllu hjarta þökkum við Kaupmönnum Íslands fyrir að færa Ljósinu gjöf sem yljar líkama og sál. Á dögunum fengum við góða heimsókn frá fulltrúum Kaupmannasamtaka Íslands. Með þeirra rausnarlega stuðningi höfum við sett upp glænýtt eldhús þar sem grænmetisréttir eru eldaðir frá grunni – með kærleika í hverri skeið. Við getum nú tekið á móti fleiri gestum í fallegum
Kiwanisklúbburinn Hekla kom til okkar á Langholtsveginn á dögunum og færðu Ernu Magnúsdóttir framkvæmdarstýru Ljóssins rausnarlegan styrk í starf Ljóssins. Þeir Ólafur G Karlsson, formaður styrktarnefndar klúbbsins og Birgir Benediktsson komu fyrir hönd klúbbsins. Við færum þeim okkar bestu þakkir, en þess má geta að þessi góði klúbbur hefur styrkt Ljósið reglulega síðastliðin 20.ár.
Kæru vinir, Við óskum ykkur öllum góðra og gleðilegra páska. Lokað verður í Ljósinu verður frá 17.- 21.apríl. Opnum aftur þriðjudaginn 22. apríl. Hafið það gott yfir hátíðirnar! Páskakveðja, Starfsfólk Ljóssins
eftir Sólveigu K. Pálsdóttur Það er komið að því! Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka nálgast óðfluga – og við í Ljósinu erum að gera okkur tilbúin að vanda. Það er alltaf sérstök tilfinning þegar maraþonundirbúningurinn fer af stað; við verðum auðmjúk og þakklát fyrir allt fólkið sem hefur hlaupið fyrir okkur í gegnum árin en líka full af tilhlökkun fyrir skráningarhátíðinni og maraþondeginum
Það má segja að það hafi verið töfrar í loftinu þegar hópurinn Þrek og tár mætti í kveðjutíma í Þol og Styrk í líkamlegu endurhæfingunni í Ljósinu á dögunum. Þær komu sáu og sigruðu, allar í stíl í sérmerktum bolum og færðu þær þjálfurunum einnig boli til að vera með í stemningunni. Þetta er einn af mögnuðu hópunum sem myndast
Miðvikudaginn 26. mars átti sér stað óhapp þegar ekið var utan í bíl sem staðsettur var í bílastæði undir gluggum handverksrýmis Ljóssins. Við óskum eftir því að sá sem kann að hafa átt í hlut eða einhver sem varð vitni að atvikinu hafi samband svo hægt sé að setja tjónið í farveg tryggingafélaga. Ef þú hefur einhverjar upplýsingar um málið,
Varst þú að klára leirlistarnámskeið og náðir ekki að klára leirmuni? Þá vilt þú ekki missa af þessu tækifæri! Þann 10. apríl kl 12:30 er hægt að skrá sig til að koma og klára leirmuni sem náðist ekki á námskeiðunum sem var að ljúka. Athugið, takmarkað pláss – Skráning fer fram í móttöku
Ljósið mun bjóða uppá sex örnámskeið í ritlist næstkomandi sumar. Guðrún Friðriks, rithöfundur og iðjuþjálfi og Þórunn Rakel Gylfadóttir, rithöfundur og sjúkraþjálfari fengu styrk frá nýsköpunarsjóði námsmanna til að þróa og standa fyrir námskeiði í rithæfingu í samstarfi við Ljósið og Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Rithæfing er endurhæfingaraðferð þar sem fléttað er saman upplifun og ritun. Námskeiðin í sumar verða þematengd
Ljósið býður þjónustuþegum sínum og mökum þeirra í fræðsluerindi með Áslaugu Kristjánsdóttur, kynfræðingi mánudaginn 31. mars kl. 16:30-17:30. Erindið er hluti af fyrirlestraröðinni Samtalið heim og er ætlað þjónustuþegum og mökum þeirra sem vilja fá hagnýtar leiðir til að styrkja tengslin, halda samtalinu lifandi og rækta ástina – jafnvel á erfiðum tímum. Áslaug Kristjánsdóttir, er einn af vinsælustu fyrirlesurum Ljóssins
Þann 1. apríl ætla konur 46 ára og eldri að gera sér dagamun og hittast í Hörpu klukkan 13:00. Við fáum leiðsögn um húsið í boði Hörpu og að venju fáum við okkur kaffi saman. Hlökkum til að njóta dagsins með ykkur! Skráning í móttöku Ljóssins til 31. mars.