Samfrímúrararstúkan Baldur kom færandi hendi í dag og færðu Ljósinu 250.000 krónur í húsnæðissjóð Ljóssins. Fyrir hönd félagsins mættu Snjólaug Steinarsdóttir, meistari stúkunnar og Dóra Ingvadóttir, gjaldkeri, færðu Ernu Magnúsdóttur styrkinn en þeim til halds og traust voru Beggi okkar og Sigrún en þau eru einmitt í stjórn Baldurs. Einu sinni á ári færir stúkan góðu félagi styrk og í
Laugardaginn 24. febrúar standa vinir okkar hjá styrktar- og líknarfélaginu Bergmáli fyrir árlegri árshátíð sinni. Eins og margir vita veitir Bergmál ljósberum mikinn stuðning í margvíslegu formi og ber þar helst að nefna árlega orlofsviku þar sem þjónustuþegum Ljóssins stendur til boða að hvílast í heila viku að kostnaðarlausu í heilandi umhverfi Sólheima í Grímsnesi. Von er á góðum gestum
Fimmtudaginn 22. febrúar klukkan 10:00 mun Virpi Jokinen, fyrsti vottaði skipuleggjandinn (e. Professional Organizer) hér á landi, halda erindi í Ljósinu. Við erum sífellt að takast á við breyttar aðstæður sem hafa oft í för með sér ofgnótt af hlutum. Og stundum er ekki auðvelt að eiga við þetta allt, að minnsta kosti ekki ein og óstudd. Skipulagsleysi getur endurspeglast
Næstkomand miðvikudag, 14.febrúar er bæði Öskudagurinn og Valentínusardagurinn. Við ætlum að sjálfsögðu gera okkur smá dagamun og hafa gaman saman. Við hvetjum fólkið okkar til að koma í búningum, jafnvel láta gamla drauma rætast og mæta sem Súperman eða Mjallhvít, býfluga eða banani. Það er ekki vitlaust að hafa smá ástarþema í búningavalinu í ár. Ástarsögufélagið verður með upplestur eftir
Kæru vinir, Við lokum Ljósinu í dag klukkan 13:00 vegna veðurs. Gefin hefur verið út gul viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu í dag og gildir hún frá kl. 12:30 – 17:30, en spáð er vestan hvassviðri eða stormi og dimmum éljum. Við hvetjum ykkur til að fara varlega, njóta inniverunnar og hafa það huggulegt. Bestu kveðjur, Starfsfólk Ljóssins
Alexandra Pálsdóttir, mastersnemi í Dance Movement Therapy, mun koma til með að framkvæma mastersrannsókn í Ljósinu og óskar eftir þátttakendum. Rannsóknin er eigindleg og er um áhrif dansþerapíu á trú á eigin getu Íslenskra kvenna sem greinst hafa með krabbamein í brjóstum og/eða eggjastokkum. Dansþerapía er notkun dans, hreyfingu og listrænnar tjáningu til þess að styðja við einstaklinga andlega, líkamlega
Flateyringurinn Auðunn Gunnar Eiríksson hjólaði í 25 klukkustundir á annan í jólum til styrktar Ljósinu. Mætti segja að hann hafi hjólað í heimahagana og vel það, en hjólaðir kílómetrar námu hvorki meira né minna en 658km. Hjólað var í Sporthúsinu í Kópavogi sem lánaði verkefninu húsakynni sín. Auðunn Gunnar var aldeilis ekki einn að hjóla, það komu tæplega 100 manns
Nú er dagskráin í Ljósinu að hefjast að nýju eftir hátíðarnar og munu ungir karlmenn hittast í hádegismat þriðjudaginn 9. janúar klukkan 12:00. Eins og alltaf þá hvetjum við þá sem geta til að mæta í tíma í líkamlegri endurhæfingu klukkan 11:00 en þar æfir ungt fólk á aldrinum 16-45 ára saman undir leiðsögn þjálfara.
Heil og sæl kæru vinir, Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir þau liðnu. Við förum jákvæð og bjartsýn inn í nýja árið 2024 sannfærð um að það verði okkur öllum gjöfult og gleðiríkt. Nýja árið í Ljósinu verður stútfullt af spennandi fræðslu, námskeiðum og góðri hreyfingu. Hér getur þú skoðað stundaskrá Ljóssins fyrir janúar. Rafræn skráning er á hina ýmsu dagskráliði
Kæru vinir, Við sendum ykkur okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Megi hátíðarnar færa ykkur öllum góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Við hugsum með þakklæti til allra góðu stundanna sem við höfum átt með ljósberum, aðstandendum og velvildarfólki Ljóssins á árinu sem er að kveðja. Jólakveðjur, Starfsfólk Ljóssins