Á aðalfundi Ljóssins þann 15. maí 2025 var farið yfir starfsemi og ársreikninga liðins starfsárs. Einnig voru rædd helstu mál sem varða framtíð Ljóssins, þar á meðal samningaviðræður og húsnæðismál. Stjórnarkosningar fóru fram og var Brynjólfur Eyjólfsson endurkjörinn formaður. Sara Lind Guðbergsdóttir, sem setið hefur í stjórn Ljóssins undanfarin ár, lætur nú af störfum. Ljósið þakkar Söru Lind innilega fyrir
Hvernig hefur líkaminn áhrif á samskipti og tengsl? Geta líkamleg viðbrögð haft áhrif á hvernig við sýnum stuðning og nánd? Í næsta erindi í fyrirlestraröðinni Samtalið heim, fáum við innsýn í ósjálfráða taugakerfið. Við ræðum áhrif þess á daglegt líf, sérstaklega þegar fólk stendur frammi fyrir veikindum, álagi eða er að styðja nákominn aðila í gegnum slíkar aðstæður. Alda Pálsdóttir,
Fimmtudaginn 15. maí kl. 14:00 ætlum við í Ljósinu að hefja hátíðahöld í tilefni af 20 ára afmæli okkar með hlýlegri og skemmtilegri samverustund í húsakynnum okkar. Þetta er fyrsti viðburðurinn í röð afmælishátíðarinnar, og við hlökkum til að fagna þessum áfanga með ykkur öllum! Við bjóðum upp á ljúffenga köku og snittur, og lofum góðri stemningu þar sem við
Við bjóðum þjónustuþegum okkar hjartanlega velkomin í skemmtilegan og hvetjandi Júróvisjón þoltíma í hádeginu á föstudaginn, 16. maí, kl. 12:00. Þetta er einstakt tækifæri til að sameinast í gleði og hreyfingu þar sem við hlustum á vinsælustu Júróvisjón lögin í gegnum tíðina. Þoltíminn er sniðinn að öllum getu- og þrekmörkum, þannig að allir geta tekið þátt á sínum forsendum. Komdu
Reykjavíkurmaraþonið er handan við hornið og áheitasöfnun Ljóssins er að mjakast af stað. Þrír einstaklingar, Karen Hrund, Ester Inga og Lilja Karlsdóttir, eru meðal þeirra sem hafa skráð sig til leiks og ætla að hlaupa til styrktar Ljósinu. Þrátt fyrir ólíkar ástæður og bakgrunn eiga þær eitt sameiginlegt: þær vilja leggja sitt af mörkum til að styðja við þau sem
Í Ljósinu er starfrækt lítil snyrtistofa þar sem boðið er upp á meðferðir og námskeið sérstaklega hönnuð fyrir fólk í krabbameinsmeðferð. Þar fá þátttakendur tækifæri til að staldra við, næra húðina og öðlast smá ró og sjálfstraust á erfiðu tímabili. Krabbameinsmeðferðir geta haft margvísleg áhrif á húð og útlit. Lyf geta valdið þurrki, ertingu og roða í húð, auk breytinga
Viltu taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum fyrir Ljósið? Hvort sem þú vilt ganga, skokka eða hlaupa – Ljósið er með þér alla leið! Ljósið býður nú þjónustuþegum sínum upp á göngu- og hlaupaþjálfun en gönguhópurinn sem fer fram tvisvar í viku er jafnframt hlaupahópur fyrir þau sem vilja taka skrefinu lengra! Við tökum á móti öllum, óháð aldri,
Kæru Ljósavinir, Frá upphafi hefur stuðningur einstaklinga við endurhæfingarstarf Ljóssins skipt gríðarlegu máli. Ykkar framlag hefur leyft starfinu vaxa og bætt þannig lífsgæði krabbameinsgreinda með faglegri heildrænni endurhæfingu og stuðningi sem á sér fáan eða engan líkan. Mánaðarlega sækja tæplega 600 manns þjónustu í Ljósið, ýmist í viðtöl við fagaðila, námskeið, fræðslu, líkamlega endurhæfingu, handverk og fleira. Með ykkar stuðningi
Aðalfundur Ljóssins verður haldinn fimmtudaginn 15. maí næstkomandi klukkan 16:00 í húsakynnum Ljóssins að Langholtsvegi 43. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Allir velkomnir. Kærar kveðjur, Stjórn Ljóssins
Kæru útskurðarmeistarar og ofurtálgarar, Tími í trétútskurð og tálgun, sem átti að vera 8. maí, fellur niður að þessu sinni. Við hvetjum ykkur þó til að nýta tækifærið til að prufa eitthvað annað þá vikuna, hvernig væri að halda orkunni uppi og samtalinu gangandi með því að skella sér í prjónahópinn eða út að ganga með þjálfurunum. Svo má alltaf