Birna Markúsdóttir

Birna starfar sem íþróttafræðingur innan Ljóssins.

Hún lauk meistaragráðu í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík árið 2014, M.Sc. Íþróttavísindi og þjálfun (Exercise science and training). Mastersverkefni hennar fjallaði um sértæka þjálfunaríhlutun fyrir einstaklinga með bakvandamál.

Annar bakgrunnur:

B.A. í þroskaþjálfafræðum frá Kennaraháskóla Íslands, 2005.

200 klst Jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann, 2010.

ÍAK einkaþjálfararéttindi frá Keili, 2012.

Þjálfararéttindi í þolþjálfun bardagamanna, Training for warriors æfingakerfinu, 2012 – 2013.

Rehab trainer og Master REHAB trainer, 2012-2013.

Hún hefur mikinn áhuga á hreyfingu, hreyfistjórn og almennu hreysti.