Birna Markúsdóttir

Birna starfar sem íþróttafræðingur innan Ljóssins.

Hún lauk B.A. gráðu í þroskaþjálfafræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 2005, jógakennaranámi hjá Guðjóni Bergmann árið 2010, ÍAK einkaþjálfararéttindum frá Keili árið 2012 og M.Sc. gráðu í íþróttavísindum og þjálfun (Exercise science and training) frá Háskólanum í Reyjavík árið 2014. Mastersverkefni hennar fjallaði um sértæka þjálfunaríhlutun fyrir einstaklinga með bakvandamál. Þessu til viðbótar hefur Birna sótt sér þjálfararéttindi í þolþjálfun bardagamanna, Training For Warriors æfingakerfinu og er með réttindi sem Master REHAB trainer.
Birna hefur starfað með fólki með fötlun í nær 20 ár og gengdi yfirmannsstöðum eftir útskrift sem þroskaþjálfi. Frá 2010-2013 sinnti hún jógakennslu í World Class, Boot Camp og Samskipum. Frá 2011 hefur Birna starfað við einka- og hópþjálfun í eigin hreyfistúdíói, líkamsræktarstöðvum World Class og í Sjúkraþjálfun Reykjavíkur. Birna hefur verið með sérhæfða þjálfun fyrir fólk með fötlun/þroskahömlun sem og hreyfigreiningar og vöðvarafritsmælingar fyrir einstaklinga með stoðkerfisvanda.

Hún hefur mikinn áhuga á hreyfingu, hreyfistjórn og almennu hreysti.
Birna stýrir hóptímum í samvinnu við sjúkraþjálfara Ljóssins. Þessu til viðbótar stýrir hún útivist.