Erna Magnúsdóttir – Iðjuþjálfi, B.Sc, forstöðumaður
Útskrifaðist sem iðjuþjálfi frá Ergoterapeutskolen í Kaupmannahöfn 1988, og með B.Sc próf í iðjuþjálfunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri 2005. Erna hefur starfað við endurhæfingu krabbameinsgreindra frá árinu 2002.
Árið 2005 gerði hún, ásamt öðrum rannsókn sem fjallaði um iðju kvenna í kjölfar greiningar og meðferðar á brjóstakrabbameini.
Erna lauk námi í Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá Endurmenntun Háskóla Íslands vorið 2015, með alþjóðlega D-vottun í verkefnastjórnun Certified Project Management Associate.
Í upphafi árs 2019 lauk Erna meistaranámi við Háskólann á Bifröst á viðskiptasviði í forystu og stjórnun.
Erna er hugmyndasmiður og frumkvöðull að stofnun Ljóssins.