Nú þegar vetrarlægðir ganga hver af fætur annarri yfir landið hefur verið tekin ákvörðun um að þegar gul viðvörun eða hærri er í gildi á höfuðborgarsvæðinu fellur gönguhópurinn okkar niður en önnur þjónusta heldur sér nema annað sé tekið fram. Gönguhóparnir eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 10:30. Við hvetjum alla Ljósbera til að huga vel að veðurspám áður en
Mikilvægt skref í að bæta endurhæfingarferli krabbameinsgreindra unnið með samningi Ljóssins við Sjúkratryggingar Íslands. Í upphafi 15. starfsárs Ljóssins deilum við þeim gleðifréttum að Erna Magnúsdóttir forstöðukona Ljóssins og Guðlaug Björnsdóttir frá samningadeild Sjúkratrygginga Íslands hafa skrifað undir samning um endurhæfingarþjónustu til einstaklinga 16 ára og eldri sem greinast með krabbamein. Í dag, 9. janúar, var samningurinn staðfestur af Svandísi
Nú er rúmur mánuður kominn frá því að við fluttum „nýja“ húsið á lóðina okkar á Langholtsvegi. Það er óhætt að segja að við séum ennþá meir og mjúk eftir þetta dásamlega kvöld þar sem starfsfólk, vinir, ættingjar, Ljósberar, nágrannar og fleira velgjörðarfólk hjálpaðist að við að flytja húsið úr miðbænum. Hér koma nokkrar myndir sem Ragnar Th. tók kvöldið
Árlegu jólapeysudagarnir okkar fóru fram á aðventunni og við komumst ekki hjá því að deila með ykkur myndum þó svo að jólunum sé formlega lokið. Eins og áður þá er bara eitthvað svo dásamlegt sem gerist þegar starfsfólk og Ljósberar mætast jólaskrúðanum og hvað þá þegar þegar vinir okkar hjá Instamyndum lána okkur myndaklefa. Góða skemmtun:)
Kæru vinir, Ný stundaskrá Ljóssins tekur gildi mánudaginn 6. janúar! Við erum í óðaönn að uppfæra dagkrá á vefnum og hringja í alla þá sem skráðir eru á námskeið. Hér getið þið sótt stundaskránna. Sjáumst eftir helgi
Lokað verður í Ljósinu frá og með 20. desember til 6. janúar. Við notum tímann til að ditta að húsnæðinu og undirbúa dagskrána sem hefst strax á nýju ári. Við opnum aftur 6. janúar 2020 með bros á vör og spennandi dagskrá,
Það hafa eflaust einhverjir tekið eftir fallegu gluggaskreytingum verslanna Geysis nú á aðventunni. Í gegnum tíðina hefur hönnun glugganna verið í höndum Þórunnar Árnadóttur vöruhönnuðar sem er hvað þekktust fyrir skemmtilegu Pyropet kertin sem hafa lýst upp heimili landsmanna, en í ár tóku stjórnendur Geysis ákvörðun um að fara skrefinu lengra og framleiða eigin Geysis-óróa eftir hönnun Þórunnar, bæði til
Allur ágóði af sölu Jólaprýði Póstsins, jólaóróum úr smiðju íslenskra hönnuða, mun renna til Ljóssins nú í desember. „Starfsfólk Póstsins fékk að velja hvert ágóðinn af sölu jólaóróanna færi. Ljósið var þeim hjartafólgið fyrir hátíðarnar enda hefur miðstöðin unnið gríðarlega gott starf og það er okkur ljúft að geta stutt við bakið á þessari einstöku stofnun“ segir Ósk Heiða Sveinsdóttir,
Nú geta velunnarar Ljóssins gefið þýðingarmikla jólagjöf Ljósið býður landsmönnum að gefa ástvinum þýðingarmikla jólagjöf í formi styrks í fjölskyldustarf miðstöðvarinnar eða í endurhæfingu fyrir ungt fólk. Styrkurinn er fáanlegur á vefsíðu Ljóssins www.ljosid.is/gjof og þar getur hver og einn valið hvort hann vilji styrkja sérstaklega fjölskyldustarf Ljóssins eða starf unga fólksins. Í kjölfarið fær hann sent gjafabréf í tölvupósti
Komdu í restar. Eigum enn eftir nokkur stór jólatré sem og lítil sem við ætlum að mála þann 12. desember. Ekki missa af tækifærinu til að setjast niður í góðum hópi, hlæja og hafa gaman. Við byrjum klukkan 9 og verðum að til klukkan 12.