Ljósið og Proency bjóða ljósberum upp á stafræna lausn fyrir andlega heilsu

Í síðustu viku fór fram lokaundirbúningur í Ljósinu á innleiðingu nýrrar stafrænnar heilsulausnar í endurhæfingarstarf Ljóssins.

Um er að ræða alíslenskt kerfi úr smiðju sprotafyrirtækisins Proency sem metur andlega heilsu þjónustuþega með vísindalega viðurkenndum aðferðum.

Til stóð að taka lausnina í gagnið á komandi mánuðum ákveðið var að flýta henni til að gefa þjónustuþegum tækifæri á að fylgjast betur með eigin líðan á meðan Ljósið er lokað vegna Covid19.

„Við byrjuðum á að innleiða þetta fyrir starfsmannahópinn til að fá tilfinningu fyrir hvernig það virkaði, hversu mikil vinna þetta væri fyrir notandur og hvort að upplýsingarnar nýttust þeim. Það er óhætt að segja að allir hafi verið ánægðir“ Segir Erna Magnúsdottir, forstöðukona Ljóssins.

„Það eru mikil verðmæti í því að vita að fólkið manns getur fylgst með líðan sinni í gegnum tíð og tíma, gert æfingar heima og annað sem miðar að því að halda jafnvægi. Fyrir mig sem stjórnanda eru mikil verðmæti því það gefur mér mynd af líðan hópsins sem heild og tækifæri til að bregðast við ef streita hópsins er til að mynd orðin of mikil.“

En hvernig mun þetta nýtast ljósberum?

Fyrir þjónustuþega Ljóssins er þetta tól til þess að meta eigin líðan og fá fræðslu um aðferðir sem eru vænlegar til þess að bæta líðan. Í kerfinu er meðal annars kennsla í núvitund, þakklætisskrifum og markmiðasetningu ásamt hugleiðslum og andlegri þjálfun að mörgu tagi.

Þjónustuþegar Ljóssins hafa nú fengið póst þar sem þeir geta skráð sig inn í kerfið með ákveðnum kóða. Því næst svara þeir spurningalistum sem leggja grunninn að þeirra vegferð ásamt því að móta sjónrænt mælaborð að eigin líðan.

„Fyrir okkur var það mjög mikilvægt að upplýsingar væru ekki rekjanlegar og persónuvernd virt í hvívetna.Við getum með engu móti séð hverjir svara hverju en við sjáum líðanin hópsins er hverri stundu“ segir Erna.

Nánustu aðstandendum Ljósbera stendur einnig til boða aðgangur að kerfinu en frekari upplýsingar um það er einnig að finna í pósti til notenda.

Við erum virkilega spennt fyrir tækifærinum sem lausnin bíðu upp á og að geta með þessu bætt þjónustu Ljóssins gagnvart ljósberum og fjölskyldu þeirra.

Hér má skoða lausnina frekar á heimasíðu Proency.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.