heida

23
nóv
2021

Viltu kynnast andlegu heilsulausninni Proency betur?

Fimmtudaginn 2. desember næstkomandi kl. 12.00 verður haldin vinnustofa á Zoom þar sem Sigrún Þóra Sveinsdóttir kynnir veflausnina Proency. Proency er andleg heilsulausn með það að markmiði að gefa notendum tækifæri á að fylgjast reglulega með andlegri heilsu á sjónrænan hátt á sínu persónulega stjórnborði. Á vinnustofunni er farið yfir með einföldum hætti hvernig forritið nýtist best, og kynnt fyrir

Lesa meira

22
nóv
2021

Truflanir á vefþjóni Ljóssins í dag

Kæru vinir, Það eru truflanir á vefþjóni Ljóssins sem stendur. Það er þó verið að vinna hörðum höndum að því að koma honum í lag. Tölvupóstur er því miður ekki að berast, ef þið þurfið nauðsynlega að ná í okkur þá bendum við á móttöku Ljóssins í síma: 561-3770 Kær kveðja Starfsfólk Ljóssins

11
nóv
2021

Námskeið í kransagerð

Skemmtilegt og skapandi námskeið í kransagerð fer fram í Ljósinu 24. nóvember næstkomandi. Unnið verður með bæði hurðarkansa sem og aðventukransa. Við gefum sköpunargáfunni lausan tauminn, ýmis efniviður verður á staðnum, má þar nefna t.d. flauel, greni og köngla ásamt fleiru. Nú er um að gera að koma sér í smá jólagír og eiga notalega stund í kransagerðinni og jólaundirbúningnum.

Lesa meira

9
nóv
2021

Ungir karlmenn hittast í Ljósinu mánudaginn 15. nóvember

Mánudaginn 15. nóvember kl: 11.00 verður strákastund í Ljósinu. Við byrjum á að hittast í tækjasalnum og taka lyftingaæfingu undir leiðsögn þjálfara. Að æfingu lokinni verður sameiginlegur hádegisverður þar sem Haukur Guðmundsson kemur og hittir hópinn í  fræðslu, ráðgjöf og spjall Skráning fer fram í móttöku Ljóssins í síma: 561-3770 eða í tölvupósti: mottaka@ljosid.is Bestu kveðjur, Þjálfarar Ljóssins

8
nóv
2021

Kaldavatnslaust í Ljósinu miðvikudaginn 10. nóvember

Kæru vinir, Miðvikudaginn næstkomandi 10. nóvember verður kaldavatnslaust í Ljósinu frá kl: 9.30 – 13.30 Eldhúsið verður lokað, og því enginn hádegisverður Salerni verða einungis opin í byggingu líkamlegrar endurhæfingar Með fyrirfram þökk um góða samvinnu, Bestu kveðjur Starfsfólk Ljóssins

5
nóv
2021

Grímuskylda í Ljósinu

Kæru vinir, Frá og með mánudeginum 8.nóvember næstkomandi verður grímuskylda í Ljósinu. Einnig biðlum við til ykkar allra að huga vel að persónulegum sóttvörnum, spritta reglulega og halda meters fjarlægð. Við óskum ykkur góðrar helgar, og hlakkar til að sjá ykkur brosa á bakvið grímurnar á mánudag. Bestu kveðjur, Starfsfólk Ljóssins

3
nóv
2021

Hönnuðu kerti og seldu til styrktar Ljósinu

Fulltrúar frá Húsinu nýsköpunar og atvinnuþjálfun fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði komu í heimsókn til okkar í Ljósið á dögunum. Þau mættu færandi hendi með ágóða af kertasölu sem fram fór í bleikum október ásamt eintökum af kertunum. Kertin eru mikil listasmíð sem þau hanna og framleiða af hjartans lyst og kostgæfni. Frábært framtak, og erum við hjá Ljósinu innilega

Lesa meira

2
nóv
2021

Basar á vegum Bergmáls í Ljósinu á föstudag

Föstudaginn 5. nóvember n.k. fáum við góða gesti í heimsókn til okkar í Ljósið. Það eru forsvarsmenn Bergmáls, líknar- og vinafélags, en tilgangur félagsins er m.a. að hlúa að krabbameinsgreindum. Heimsókn þeirra er liður í fjáröflun félagsins og því koma þau hlaðin gómsætum sultum og hugsanlega einhverju fleiru sem þau bjóða gestum og gangandi að kaupa. Basarinn byrjar 9.30 og

Lesa meira

2
nóv
2021

Héldu tónleikaröð í október til styrktar Ljósinu

Bústaðarkirkja færði Ljósinu rausnarlegan styrk á dögunum. Söfnun fór fram á tónleikaröð hádegistónleika sem haldin var á bleikum október, og lögðu eftirtaldir listamenn verkefninu lið.   Kolbeinn Ketilsson söng við undirleik Jónasar Þóris Diddú og Örn Árnason sungu við undirleik Jónasar Þóris Gréta Hergils og Matthías Stefánsson sungu við undirleik Jónasar Þóris Kammerkór Bústaðarkirkju söng við undirleik Jónasar Þóris  

Lesa meira

1
nóv
2021

Ljósafossi frestað

Kæru vinir, Með heilsu okkar allra að leiðarljósi höfum við ákveðið að fresta Ljósafoss göngunni sem var á dagskrá hjá okkur 6. nóvember næstkomandi. Við látum þó ekki deigan síga, og stefnum ótrauð á að halda gönguna þegar færi gefst og faraldurinn í rénum. Með kærri kveðju, Starfsfólk Ljóssins