Mikilvægi stöðumats og áminning um forföll

Kæru vinir,

Okkur langar að minna á mikilvægi þess að mæta í bókuð viðtöl hjá fagaðilum. Ef það þarf að boða forföll biðlum við til ykkar að gera það með eins miklum fyrirvara og hægt er.

Það er mikilvægt að taka stöðuna með fagaðilum reglulega og yfirfara endurhæfingarþarfir, skipuleggja áframhaldandi endurhæfingu útfrá stöðu dagsins í dag og þá er það samtalið sem skiptir öllu máli. Mæting í stöðumat er forsenda fyrir því að halda áfram í líkamlegri endurhæfingu.

Tími fagaðilanna okkar er dýrmætur og best er ef hægt er að úthluta tímanum ef einhver dettur út. Þó vitum við það vel að það getur ýmislegt komið upp og fullur skilningur ef forföll koma upp.

Kærar sumarkveðjur,

Starfsfólk Ljóssins

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.